Skipulag ferðamála

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 14:22:42 (5862)

2000-04-04 14:22:42# 125. lþ. 89.7 fundur 366. mál: #A skipulag ferðamála# (menntun leiðsögumanna) frv. 20/2000, GÖ
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[14:22]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er til umfjöllunar nál. frá allshn. um skipulag ferðamála, með síðari breytingu. Ég undirritaði nál. þar sem skýrt kemur fram að færa eigi ferðamálin frá samgrn. og yfir í menntmrn., þ.e. menntun leiðsögumanna.

Það kemur líka skýrt fram að þetta nám getur ekki fallið undir lög um framhaldsskóla heldur er þetta jafnvel spurning um að að færa slíkt nám undir sérnám. Umræður urðu um það í nefndinni hvort þetta ætti að vera á vegum Endurmenntunarstofnunar, því þarna er fyrst og fremst um að ræða fólk sem hefur lokið stúdentsprófi --- sem er skilyrði inn í skólann --- og mjög margir eru með langt nám að baki áður en þeir taka að sér leiðsögn í ferðaþjónustu.

Þannig var þetta afgreitt úr nefndinni og við lýstum okkur samþykk því.