Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 16:42:23 (6047)

2000-04-06 16:42:23# 125. lþ. 94.13 fundur 553. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (sauðfjárafurðir) frv. 88/2000, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[16:42]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. ,,Bændur eru hræddir``, sagði hv. þm. Bændur eru ekkert hræddir og þó verið sé að reyna að hræða þá verða þeir ekkert hræddir. Þeir kynna sér þetta mál og hafa fulla burði til þess að kynna sér þetta ofan í kjölinn og taka sjálfstæða ákvörðun hver fyrir sig hvort þeir halda áfram að búa eða ekki.

Hvað varðar gæðastýringarþættina þá hélt ég að ég hefði svarað því að leiðbeiningarþjónustan og að sjálfsögðu ráðuneytið og framkvæmdanefnd búvörusamninga kemur til með að hafa full tök á því að kynna bændum hvernig þeim málum verði fyrir komið. Ég held að hv. þm. verði að treysta bændum til þess að ráða sjálfum sér með þokkalegu móti innan þessa ramma sem settur er með lögum.