Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. apríl 2000, kl. 13:33:50 (6809)

2000-04-28 13:33:50# 125. lþ. 104.2 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 125. lþ.

[13:33]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Í þessu frv. var gert ráð fyrir að breyta þeim ákvæðum sem eru í lögunum sem hefðu haft það í för með sér að hægt væri að stækka báta sem eru undir 6 brúttótonnum upp úr öllu valdi getum við sagt, án hamla. Við teljum að það sé mjög óeðlilegt að á meðan á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða stendur skuli vera opið fyrir slíkt. Nefndin er með þessari brtt. að leggja það til að hægt verði þangað til endurskoðun hefur farið fram að stækka báta sem eru núna undir 6 brúttótonnum upp úr öllu valdi. Við leggjumst gegn því.