Skipun nefndar til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 13:42:28 (178)

1999-10-07 13:42:28# 125. lþ. 5.94 fundur 39#B skipun nefndar til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða# (umræður utan dagskrár), SvH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[13:42]

Sverrir Hermannsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er að vísu óvanur hinum nýju þingsköpum sem eru í framkvæmd. Ég varaði mig ekki á því að forseti gæti gripið til þess ráðs fyrirvaralaust án þess að gera um það fyrirvara að loka mælendaskránni eftir að framsöguræðum er lokið ef mönnum hefur ekki tekist að ljúka við að hlusta á andsvör ráðherrans sjálfs. Ég hlýt að mótmæla þessu og krefst þess að verða settur á mælendaskrá.

(Forseti (ÍGP): Forseti tekur þessa athugasemd hv. þm. til greina og verður hann nú settur á mælendaskrá en þannig háttar til að við höfum hálftíma umræðu og fjölmargir þingmenn hafa beðið um orðið.)