Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 02. nóvember 1999, kl. 15:18:58 (954)

1999-11-02 15:18:58# 125. lþ. 17.5 fundur 108#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 125. lþ.

[15:18]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég bið hv. formann utanrmn. forláts ef ég hef misskilið hann. Er það hluti af stjórnmálaskýringum hans að sú ákvörðun Evrópusambandsins að bjóða sex ríkjum til viðræðna um aðild hafi í rauninni bara verið í plati og skipti þar af leiðandi engu máli fyrir stöðu Íslands gagnvart Evrópu?