Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 02. nóvember 1999, kl. 17:35:56 (993)

1999-11-02 17:35:56# 125. lþ. 17.5 fundur 108#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 125. lþ.

[17:35]

Mörður Árnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, það geri ég ekki. Ég var ekki að kvarta yfir því að orðum væri beint að mér. Hins vegar er ljóst að meðan menn tala svona þá eru þeir að gera sjálft málefnið að engu. Ég held að menn tali ekki svona nema vegna þess að þeir eru sjálfir í vörn gagnvart þessum málsstað á einhvern hátt, kannski vegna þess að peningahagsmunir spili þar undir en þó alls ekki persónulegir hagsmunir einstakra þingmanna.

Ég bendi ósköp einfaldlega á að við skulum tala um umhverfissinna og umhverfisstefnu í víðu samhengi og með virðingu en ekki sniðganga hugmyndastraum sem er einn af þeim öflugustu sem við lifum við núna, skiptir okkur miklu máli sem matvælaframleiðsluþjóð og fyrir ferðaþjónustu í landinu. Við megum ekki gera mönnum upp þær öfgar sem auðvitað eru í öllum málstað og vart nokkur málstaður getur þrifist án, þó koma verði böndum á þær að lokum. Ég tel að ég og hv. þm. séum kannski sammála um þetta og verðum það a.m.k. í framtíðinni, virðulegur forseti.