Rekstur almenningssamgöngukerfis í Eyjafirði

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 15:05:18 (1304)

1999-11-11 15:05:18# 125. lþ. 23.7 fundur 103. mál: #A rekstur almenningssamgöngukerfis í Eyjafirði# þál., GÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Gunnar Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því mjög að þessi tillaga er fram komin og bendi á mikilvægi þess að tilraunin verði gerð. Ég tel að ef vel tekst til og með góðri umfjöllun um þessa tilraun í fjölmiðlum og það að hún verði auglýst vel upp, geti það hvatt til þeirrar viðhorfsbreytingar sem við öll viljum fá fram, nefnilega að minnka notkun einkabílsins.

(Forseti (GuðjG): Forseti vekur athygli þingmannsins á því að hann fékk orðið til að veita hæstv. samgrh. andsvar við ræðu hans.)

Ég tel að andsvarið felist í því að benda á mikilvægi þess að tilraunin fari fram, með þeim rökum sem ég reyndi að færa fyrir máli mínu.