Framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 13:43:30 (1608)

1999-11-17 13:43:30# 125. lþ. 27.91 fundur 154#B framhald umræðu um Fljótsdalsvirkjun# (aths. um störf þingsins), VS
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[13:43]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Kannski er óþarfi að blanda sér í þessa umræðu þar sem hún er byggð á einhverjum misskilningi. Auðvitað er hér farið að lögum. Þegar hv. þm. Ögmundur Jónasson talar um að hér hafi fjórum sinnum verið flutt þáltill. af hálfu vinstri grænna þá er það ekki sama og frv. Nú mun það hafa gerst að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson hefur lagt fram frv. á þskj. 230. Hv. þm. hefur verið að vísa til þess.

Auðvitað er stjórnarandstaðan að reyna að finna nýjar leiðir til að koma sér úr þeim ógöngum sem hún er komin í. Það blasti náttúrlega við í umræðunni á þinginu í gær að þá var mikill óróleiki og menn komnir í mikla vörn. Þetta er bara ein aðferðin enn til að reyna að eyðileggja þetta mál sem flutt er af hæstv. iðnrh. og gengur út á að halda áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun.