Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 15:26:49 (1644)

1999-11-17 15:26:49# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[15:26]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég hef áður gagnrýnt m.a. það að Framsfl. hefur verið við völd undanfarin ár og þeir hafa látið það óátalið að tíu þúsund manns hafa þurft að flytja frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins vegna aðgerðaleysis í byggðamálum. Nú á hins vegar að fara að byrja og gera eitthvað. (Utanrrh.: Hvernig var með álverið á Keilisnesi?) Ég spyr þig, hæstv. utanrrh., vegna þess að þú svaraðir ekki spurningunni ... Herra forseti. Þetta er líka spurning um það sem kom fram í þinni ræðu, alveg hárrétt, varðandi jarðgöng --- ekki allt --- varðandi jarðgöng. Ég ætlaði að spyrja út í það hvort hæstv. ráðherra telji að jarðgangaframkvæmdir á Austurlandi eigi að verða samhliða virkjunarframkvæmdum eða hvort það eigi að koma í önnur kjördæmi til þess að taka á byggðavanda þar.

(Forseti (GuðjG): Enn verður forseti að minna hv. þm. á að beina máli sínu ekki til einstakra ráðherra eða þingmanna.)