Jöfnun námskostnaðar

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 10:47:53 (1772)

1999-11-18 10:47:53# 125. lþ. 28.4 fundur 182. mál: #A jöfnun námskostnaðar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[10:47]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er um afar mikilvægt mál að ræða til leiðréttingar fyrir þá sem þurfa að sækja nám langt að.

Ég vil benda á atriði til viðbótar þeim sem hér hafa komið fram. Síðan kostnaðargrunnurinn var lagður og fyrirheit gefin um þessar 230 millj., hafa orðið stórfelldar húsaleiguhækkanir. Það hafa orðið stórfelldar hækkanir á leigu á húsnæði í Reykjavík. Framhaldsskólar úti á landi í fjárþröng hafa orðið að hækka heimavistargjöld og annan kostnað sem tengist skólahaldinu. Þessi upphæð er því allt of lág miðað við þau markmið og fyrirheit sem hér á að stefna að.