Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:55:49 (1856)

1999-11-18 13:55:49# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:55]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Tómas Ingi Olrich sagðist telja að ekki mætti svíkja þá sem fengið hefðu undanþágu frá ákvæðunum um lögformlegt umhverfismat. Í málinu sem hér er til umræðu er stuðst við lög frá 1983 og við höfum hér a.m.k. í einu tilfelli heimild frá árinu 1977. Telur hv. þm. að í því tilfelli, þar sem Kljáfoss í Hvítá yrði virkjaður, gildi jafnframt að ekki eigi að fara fram umhverfismat, um þá virkjun sem á að vera í miðjum Borgarfirðinum? Telur hv. þm. að þessar undanþágur eigi að vera endalaust í gildi? Telur hann að ef málið sem nú er til umræðu hefði komið upp eftir 10--15 ár þá væri hann sömu skoðunar og í dag?