Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 17:10:50 (1932)

1999-11-18 17:10:50# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[17:10]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jón Kristjánsson vitnaði í ræðu mína frá því í gær þar sem ég bar saman hvað við fengjum fyrir orkusölu til stóriðju og hvað við þyrftum að borga sjálf. Þar kom fram að 3 milljarðar fást fyrir 60% orkunnar til stóriðju og 6 milljarðar fyrir okkar notkun. Ég tel ekki við hæfi, hæstv. forseti, að stilla hlutum upp þannig að 3 milljarðarnir sem fara til stóriðju skapi 21 milljarð en minnast ekki á sama tíma á 6 milljarðana sem við notum standa fyrir öllum okkar heimilisrekstri og iðjurekstri fyrir utan þann sem notar svartolíu vegna þess að raforkuverð er of hátt.