Ferill 10. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 10  —  10. mál.
Tillaga til þingsályktunarum sérstakar aðgerðir í byggðamálum .

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Árni Steinar Jóhannsson, Jón Bjarnason,


Kolbrún Halldórsdóttir, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hrinda í framkvæmd á næstu fjórum árum eftirfarandi sérstökum aðgerðum í byggðamálum:
     1.      Veittar verði árlega 1.000 millj. kr. til nýsköpunar og eflingar atvinnulífi í formi framlaga til atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni.
     2.      Til viðbótar tekjum Vegasjóðs og framkvæmdum samkvæmt samþykktri vegáætlun og tillögum byggðanefndar um flýtingu vegaframkvæmda verði varið 1.000 millj. kr. árlega til að flýta enn frekar almennum vegaframkvæmdum.
     3.      Varið verði árlega 1.000 millj. kr. til jarðgangagerðar og byrjað á Austurlandi og síðan haldið áfram á Norðurlandi og Vestfjörðum.
     4.      Veittar verði árlega 500 millj. kr. til stuðnings félagslegri þjónustu og rekstri fjárhagslega veikburða sveitarfélaga.
     5.      Veittar verði árlega 500 millj. kr. til að bæta fjarskipti og efla flutningsgetu grunnnetsins til að tryggja að öll byggðarlög landsins njóti jafnræðis í fjarskiptaþjónustu hvað varðar verð og gæði.
     6.      Varið verði árlega allt að 300 millj. kr. til þess að koma á og efla framhaldsnám og fjarnám í afskekktum byggðarlögum.
     7.      Varið verði árlega allt að 150 millj. kr. til að efla heilsugæslu og tryggja mönnun heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
     8.      Varið verði árlega allt að 150 millj. kr. í átak til að dreifa störfum í opinberri stjórnsýslu og þjónustu um landið.
     9.      Veittar verði árlega 150 millj. kr. í að koma þriggja fasa rafmagni í öll byggðarlög og allar sveitir landsins.
     10.      Hraðað verði stefnumótun í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem miði að því að treysta byggð við sjávarsíðuna og í sveitum landsins. Stefnan miði að því m.a. að efla strandveiðar, byggða- eða búsetutengja veiðiréttindi og efla stuðning við landbúnað.
     11.      Endurskoðun á tekjulegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði hraðað og miðað við að styrkja stöðu sveitarfélaganna og auka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra.
     12.      Gerð verði úttekt á mögulegum breytingum í skattamálum sem gætu átt þátt í að efla atvinnu og treysta forsendur byggðar á landsbyggðinni.
    Að þremur árum liðnum skal meta árangur af framangreindum aðgerðum og stöðu byggðamála almennt. Á grundvelli þeirrar úttektar skal ríkisstjórnin leggja fyrir Alþingi tillögur um framhald aðgerða.

Greinargerð.


    Ljóst er að mikið ófremdarástand ríkir í byggðamálum í landinu. Byggðaröskun og fólksflótti af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og/eða útlanda hefur aukist ár frá ári og nemur nú nokkur ár í röð hartnær 2.000 manns á ári. Margir samverkandi þættir valda þessu ófremdarástandi. Lítill vafi er á því að óhagstæð stjórnarstefna, niðurskurður opinberrar þjónustu, einkanlega á fyrri hluta þessa áratugar, ásamt ákaflega miðlægri uppbyggingu í stjórnsýslu og opinberri þjónustu eiga þar sinn þátt. Nýfrjálshyggjustefnan, einkavæðing og markaðsvæðing þjóðfélagsins hafa einnig bitnað hart á landsbyggðinni. Sömuleiðis sú staðreynd að helstu stórframkvæmdir í landinu hafa undanfarin ár verið nánast án undantekningar á höfuðborgarsvæðinu eða nálægum svæðum.
    Tilburðir stjórnvalda til að sporna við þessari þróun hafa reynst gagnslausir og aðgerðir hafa ekki fylgt orðum. Er nærtækt að vitna í því sambandi til þeirra markmiða byggðaáætlunar stjórnvalda á árunum 1994–97 að fjölga sérstaklega störfum í opinberri þjónustu á landsbyggðinni. Þegar tímabilið var gert upp kom í ljós að algerlega hið gagnstæða hafði gerst í reynd, öll ný störf í opinberri þjónustu sem bæst höfðu við á tímabilinu voru á höfuðborgarsvæðinu.
    Núverandi ástand er í hrópandi ósamræmi við grundvallarmarkmið um jöfnuð og jafnrétti þegna þjóðfélagsins og sem jafnastar aðstæður þeirra til góðs mannlífs, án tillits til þátta eins og búsetu. Eitt meginmarkmið stjórnvalda á að mati flutningsmanna að vera að tryggja sem mestan jöfnuð í launum, lífskjörum og öllum aðstæðum, þ.m.t. aðgengi að undirstöðuþjónustuþáttum.
    Vaxandi meðvitund er um þjóðhagslegt óhagræði af hinni miklu byggðaröskun. Útreikningar sýna að milljarðar á milljarða ofan fara í súginn á hverju ári vegna þessa. Lauslegir útreikningar benda til að kostnaður sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem taka við fólki utan af landi sé á bilinu 3–5 millj. kr. fyrir hvern einstakling. Því til viðbótar koma fjárfestingar einstaklinganna sjálfra í íbúðarhúsnæði o.fl. sem tengist búferlaflutningum og oftar en ekki eru verðlitlar eða verðlausar eignir yfirgefnar úti á landi. Í þeim sveitarfélögum sem missa frá sér fólk standa fjárfestingar í þjónustumannvirkjum og margs konar uppbyggingu, allt frá gatnagerð og veitumannvirkjum upp í skóla, félagsheimili, íþróttamiðstöðvar o.s.frv. vannýttar. Þegar allt er samantekið, kostnaður sveitarfélaganna sem taka við flutningunum, kostnaður einstaklinganna og þeirra sveitarfélaga sem missa frá sér fólk, er ljóst að um gífurlegan herkostnað fyrir þjóðarbúið í heild er að ræða. Fullyrða má að byggðaröskunin sé eitt helsta þjóðfélagsmein okkar um þessar mundir, komi hart niður á lífskjörum þjóðarinnar og stefni í hreinasta óefni takist ekki að snúa þróuninni við.
    Að óbreyttu verður byggðahrun í fjölmörgum byggðarlögum og jafnvel heilum landshlutum innan 15–25 ára. Einfaldir framreikningar á núverandi fólksflutningum í landinu, fækkun í einstökum landshlutum, eins og á Vestfjörðum, Vesturlandi og Austurlandi, sýna þetta. Ef litið er til einstakra byggðarlaga eru allmörg dæmi um að íbúum hafi beinlínis fækkað um 12–14% og allt að 25% á síðustu tíu árum. Óþarft er að fjölyrða um hversu gífurlegt áfall það yrði íslensku þjóðarbúi ef afskrifa þyrfti allar þær fjárfestingar sem liggja í hvers konar uppbyggingu í heilum byggðarlögum eða landshlutum. Er þá enn ótalin sú verðmætasköpun og þeir framtíðarmöguleikar sem eru bundnir því að byggðin viðhaldist. Miklir möguleikar eru fólgnir í því að nýta kosti landsbyggðarinnar og landsins alls t.d. á sviði greina eins og ferðaþjónustu, framleiðslu hollra og ómengaðra matvæla, fjarvinnslu o.s.frv. En forsenda þess að landkostirnir nýtist þjóðinni og virkja megi þann mannauð sem enn er að finna í byggðum landsins er auðvitað að stöðva fólksflutningana og forða því að byggðirnar tæmist.
    Íbúar einstakra byggðarlaga og landshluta geta og eiga að leika stórt hlutverk sem gæslumenn og vörslumenn lands og náttúru. Ný viðhorf í umhverfismálum, sem ýmsir telja fyrir misskilning vera andstæð byggð og byggðaþróun, eiga einmitt að geta nýst til nýrrar sóknar á því sviði. Takmarkið er atvinnuuppbygging, auðlindanýting og þróun þar sem byggð og mannlíf dafna á sjálfbærum forsendum sem fá staðist til framtíðar.
    Allt ber að sama brunni; leitun er að betri fjárfestingu en þeirri að snúa þessari óheillaþróun við, koma á nýjan leik á jafnvægi í byggð í landinu.
    Rétt er að undirstrika að ekki er verið að tala um að hefja fólksflutninga í stórum stíl til baka heldur eingöngu að stöðva fækkun og tryggja að byggðarlögin geti notið eðlilegs vaxtar í takt við eigin viðkomu. Tillaga þessi gerir ráð fyrir að settir verði umtalsverðir fjármunir úr ríkissjóði næstu fjögur árin til markvissra, ákveðinna aðgerða. Tillagan gerir ráð fyrir að hér sé um hreinar viðbótaraðgerðir að ræða, þ.e. þær komi til viðbótar núgildandi byggðaáætlun stjórnvalda og einnig til viðbótar tillögum byggðanefndar stjórnmálaflokkanna frá síðastliðnum vetri í tengslum við kjördæmabreytinguna svonefndu. Þar er um að ræða umtalsvert átak hvað varðar þætti eins og jöfnun orkuverðs og námskostnaðar sem vonir standa til að ásamt öðru hjálpi til.
    Einhverjum kann að þykja vel í lagt að ætla í slíkar aðgerðir 4–5 milljarða kr. á ári en þeir fjármunir eru í raun smávægilegir ef tekið er mið af margra milljarða króna árlegum herkostnaði þjóðarbúsins vegna byggðaröskunarinnar. Einnig má hafa í huga að um væri að ræða ráðstöfun á tæplega helmingi af áætluðum tekjuafgangi ríkissjóðs á yfirstandandi ári samkvæmt nýjustu áætlun. Ekki þarf að óttast um þenslu eða verðbólguhættu vegna slíkra aðgerða því að ráðstöfun þessara fjármuna kæmi fyrst og fremst fram á landsbyggðinni þar sem engrar þenslu gætir og nema síður sé. Þvert á móti má færa fyrir því rök að einmitt í efnahagslegu tilliti væri skynsamlegt að grípa til markvissra aðgerða til að snúa fólksflutningunum við eða stöðva fólksflutningana innan lands en hröð fjölgun á höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi þenslu í byggingariðnaði og fleiri greinum er einmitt ein helsta undirrót misgengis í efnahagsmálum.


Fylgiskjal.

Mannfjöldaþróun á Íslandi sl. 10 ár.
Tölur frá Hagstofu Íslands og gög n frá Byggðastofnun.


Mannfjöldaþróun á Íslandi 1988–1998.
Mannfjöldi 1. desember Breyting á mannfjölda Breytingar, % Hlutfall
1998 1988 1988 1993 1997 1988/98 Árleg breyting
1988 1993 1997 brbt. /98 /93 /98 /98 alls 1988/93 1993/98 1997/98 1988 1998
Allt landið 251.690 264.919 272.069 275.277 23.587 13.229 10.358 3.208 9,4 1,03 0,77 1,18 100,0 100,0
Höfuðborgarsvæði 141.938 154.232 164.360 167.956 26.018 12.294 13.724 3.596 18,3 1,68 1,72 2,19 56,4 61,0
Reykjavík 96.220 102.326 107.155 108.362 12.142 6.106 6.036 1.207 12,6 1,24 1,15 1,13 38,2 39,4
Önnur sveitarfélög 45.718 51.906 57.205 59.594 13.876 6.188 7.688 2.389 30,4 2,57 2,80 4,18 18,2 21,6
Seltjarnarnes 4.027 4.437 4.612 4.683 656 410 246 71 16,3 1,96 1,09 1,54 1,6 1,7
Kópavogur 15.551 17.172 19.826 21.376 5.825 1.621 4.204 1.550 37,5 2,00 4,48 7,82 6,2 7,8
Bessastaðahreppur 895 1.170 1.359 1.418 523 275 248 59 58,4 5,50 3,92 4,34 0,4 0,5
Garðabær 6.843 7.495 7.840 7.885 1.042 652 390 45 15,2 1,84 1,02 0,57 2,7 2,9
Hafnarfjörður 14.199 16.787 18.209 18.597 4.398 2.588 1.810 388 31,0 3,41 2,07 2,13 5,6 6,8
Mosfellsbær 4.027 4.698 5.221 5.496 1.469 671 798 275 36,5 3,13 3,19 5,27 1,6 2,0
Kjósarhreppur 176 147 138 139 -37 -29 -8 1 -21,0 -3,54 -1,11 0,72 0,1 0,1
Suðurnes 14.949 15.548 15.678 15.823 874 599 275 145 5,8 0,79 0,35 0,92 5,9 5,7
Grindavík 2.132 2.152 2.126 2.169 37 20 17 43 1,7 0,19 0,16 2,02 0,8 0,8
Sandgerði 1.273 1.317 1.312 1.334 61 44 17 22 4,8 0,68 0,26 1,68 0,5 0,5
Gerðahreppur 1.065 1.110 1.141 1.174 109 45 64 33 10,2 0,83 1,13 2,89 0,4 0,4
Reykjanesbær 9.855 10.280 10.390 10.436 581 425 156 46 5,9 0,85 0,30 0,44 3,9 3,8
Vatnsleysustrandarhr. 624 689 709 710 86 65 21 1 13,8 2,00 0,60 0,14 0,2 0,3
Vesturland 14.817 14.513 13.943 13.962 -855 -304 -551 19 -5,8 -0,41 -0,77 0,14 5,9 5,1
Akranes 5.404 5.233 5.127 5.187 -217 -171 -46 60 -4,0 -0,64 -0,18 1,17 2,1 1,9
Nýtt sveitarfélag í Borgarfirði
745

725

685

680

-65

-20

-45

-5

-8,7

-0,54

-1,27

-0,73

0,3

0,2
Borgarbyggð 2.460 2.514 2.549 2.416 -44 54 -98 -133 -1,8 0,44 -0,79 -5,22 1,0 0,9
Snæfellsbær 1.997 1.897 1.730 1.721 -276 -100 -176 -9 -13,8 -1,02 -1,93 -0,52 0,8 0,6
Eyrarsveit 801 903 925 943 142 102 40 18 17,7 2,43 0,87 1,95 0,3 0,3
Stykkishólmur 1.253 1.266 1.268 1.242 -11 13 -24 -26 -0,9 0,21 -0,38 -2,05 0,5 0,5
Dalabyggð 938 814 746 696 -242 -124 -118 -50 -25,8 -2,80 -3,08 -6,70 0,4 0,3
Önnur sveitarfélög á Vesturlandi
1.219

1.161

913

1.077

-142

-58

-84

164

-11,6

-0,97

-1,49

17,96

0,5

0,4
Vestfirðir 10.097 9.602 8.644 8.590 -1.507 -495 -1.012 -54 -14,9 -1,00 -2,20 -0,62 4,0 3,1
Vesturbyggð 1.656 1.122 1.252 1.245 -411 -534 123 -7 -24,8 -7,49 2,10 -0,56 0,7 0,5
Bolungarvík 1.217 1.163 1.094 1.023 -194 -54 -140 -71 -15,9 -0,90 -2,53 -6,49 0,5 0,4
Ísafjarðarbær 5.001 4.886 4.403 4.474 -527 -115 -412 71 -10,5 -0,46 -1,75 1,61 2,0 1,6
Önnur sveitarfélög á Vestfjörðum
2.223

2.431

1.895

1.848

-375

208

-583

-47

-16,9

1,80

-5,34

-2,48

0,9

0,7
Norðurland vestra 10.551 10.445 9.796 9.578 -973 -106 -867 -218 -9,2 -0,20 -1,72 -2,23 4,2 3,5
Nýtt sveitarfélag í Vestur-Hún.
1.486

1.454

1.318

1.281

-205

-32

-173

-37

-13,8

-0,43

-2,50

-2,81

0,6

0,5
Blönduós 1.083 1.052 977 976 -107 -31 -76 -1 -9,9 -0,58 -1,49 -0,10 0,4 0,4
Höfðahreppur 699 685 631 600 -99 -14 -85 -31 -14,2 -0,40 -2,61 -4,91 0,3 0,2
Sveitarfélagið Skagafjörður
4.317

4.491

4.375

4.197

-120

174

-294

-178

-2,8

0,79

-1,34

-4,07

1,7

1,5
Siglufjörður 1.858 1.781 1.632 1.605 -253 -77 -176 -27 -13,6 -0,84 -2,06 -1,65 0,7 0,6
Önnur sveitarfélög á Norðurl. vestra
1108

982

863

919

-189

-126

-63

56

-17,1

-2,39

-1,32

6,49

0,4

0,3
Norðurland eystra 26.075 26.752 26.595 26.503 428 677 -249 -92 1,6 0,51 -0,19 -0,35 10,4 9,6
Ólafsfjörður 1.179 1.184 1.099 1.090 -89 5 -94 -9 -7,5 0,08 -1,64 -0,82 0,5 0,4
Dalvíkurbyggð 2.066 2.182 2.077 2.064 -2 116 -118 -13 -0,1 1,10 -1,11 -0,63 0,8 0,7
Akureyri 13.972 14.799 15.041 15.103 1.131 827 304 62 8,1 1,16 0,41 0,41 5,6 5,5
Eyjafjarðarsveit 994 971 935 949 -45 -23 -22 14 -4,5 -0,47 -0,46 1,50 0,4 0,3
Húsavík 2.499 2.509 2.495 2.479 -20 10 -30 -16 -0,8 0,08 -0,24 -0,64 1,0 0,9
Önnur sveitarfélög á Norðurl. eystra
5.365

5.107

4.948

4.818

-547

-258

-289

-130

-10,2

-0,98

-1,16

-2,63

2,1

1,8
Austurland 13.167 13.035 12.549 12.291 -876 -132 -744 -258 -6,7 -0,20 -1,17 -2,06 5,2 4,5
Vopnafjarðarhreppur 940 886 846 825 -115 -54 -61 -21 -12,2 -1,18 -1,42 -2,48 0,4 0,3
Seyðisfjörður 1.030 879 799 804 -226 -151 -75 5 -21,9 -3,12 -1,77 0,63 0,4 0,3
Austur-Hérað 1.909 2.030 2.070 1.992 83 121 -38 -78 4,3 1,24 -0,38 -3,77 0,8 0,7
Nýtt sveitarfélag í S- Múlasýslu
3.622

3.479

3.331

3.300

-322

-143

-179

-31

-8,9

-0,80

-1,05

-0,93

1,4

1,2
Búðahreppur 762 737 632 616 -146 -25 -121 -16 -19,2 -0,66 -3,52 -2,53 0,3 0,2
Sveitarfélagið Hornafjörður
2.271

2.459

2.467

2.446

175

188

-13

-21

7,7

1,60

-0,11

-0,85

0,9

0,9
Önnur sveitarféög á Austurlandi
2.633

2.565

2.404

2.308

-325

-68

-257

-96

-12,3

-0,52

-2,09

-3,99

1,0

0,8
Suðurland 20.096 20.792 20.504 20.574 478 696 -218 70 2,4 0,68 -0,21 0,34 8,0 7,5
Skaftárhreppur 660 619 594 587 -73 -41 -32 -7 -11,1 -1,27 -1,06 -1,18 0,3 0,2
Mýrdalshreppur 610 594 526 517 -93 -16 -77 -9 -15,2 -0,53 -2,74 -1,71 0,2 0,2
Vestmannaeyjar 4.743 4.886 4.645 4.594 -149 143 -292 -51 -3,1 0,60 -1,22 -1,10 1,9 1,7
Hvolhreppur 683 767 771 776 93 84 9 5 13,6 2,35 0,23 0,65 0,3 0,3
Rangárvallahreppur 747 801 792 765 18 54 -36 -27 2,4 1,41 -0,92 -3,41 0,3 0,3
Sveitarfélagið Árborg 4.935 5.251 5.475 5.505 570 316 254 30 11,6 1,25 0,95 0,55 2,0 2,0
Hrunamannahreppur 594 651 694 704 110 57 53 10 18,5 1,85 1,58 1,44 0,2 0,3
Biskupstungnahreppur 487 514 516 513 26 27 -1 -3 5,3 1,09 -0,04 -0,58 0,2 0,2
Hveragerði 1.572 1.639 1.665 1.718 146 67 79 53 9,3 0,84 0,95 3,18 0,6 0,6
Ölfushreppur 1.490 1.608 1.524 1.606 116 118 -2 82 7,8 1,54 -0,02 5,38 0,6 0,6
Önnur sveitarfélög á Suðurlandi
3.575

3.462

3.302

3.289

-286

-113

-173

-13

-8,0

-0,64

-1,02

-0,39

1,4

1,2
Miðað er við mörk sveitarfélaga 1. desember 1998 allt tímabilið.
Tilgreind eru sveitarfélög þar sem íbúafjöldi er 500 eða fleiri 1. desember 1998.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.