Ferill 35. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 35  —  35. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um Kyoto-bókunina.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hver eru skilyrði þau og fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld setja fyrir væntanlegri aðild Íslands að Kyoto-bókuninni, með vísan til þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að „Ísland gerist aðili að Kyoto-bókuninni þegar fyrir liggur ásættanleg niðurstaða í sérmálum þess“, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar?
     2.      Hvaða horfur eru taldar á að á þau verið fallist þannig að Ísland verði aðili að bókuninni?
     3.      Hvað hefur gerst í þessu máli í framhaldi af fjórða aðildarríkjaþingi rammasamnings Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í nóvember 1998?
     4.      Hvers vænta íslensk stjórnvöld af fimmta aðildarríkjaþinginu sem fram undan er?
     5.      Hvenær er þess að vænta að endanleg afstaða verði tekin til „íslenska ákvæðisins“?


Skriflegt svar óskast.