Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 36  —  36. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um varasjóð fyrir lán Byggingarsjóðs verkamanna.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hvenær verða frágengnar reglur um hlutdeild varasjóðs, skv. X. kafla laga um húsnæðismál og ákvæði til bráðabirgða VIII í sömu lögum, í afskriftum eða niðurgreiðslu á eldri veðlánum Byggingarsjóðs verkamanna?
     2.      Hvernig hefur verið háttað samráði við sveitarfélögin um þetta mál?
     3.      Hve mikil er heildarafskriftarþörf vegna innlausnarskyldu sveitarfélaganna metin og á hvaða svæðum er vandinn mestur?