Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 77  —  77. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um frádrátt gjafa og framlaga frá tekjum við álagningu skatta.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hve hár var frádráttur frá tekjum lögaðila og tekjum manna af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, skv. 2. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sem fjallar um frádráttarbærni einstakra gjafa og framlaga til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa, við álagningu árin 1995, 1996, 1997, 1998 og 1999?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum og starfsemi.


Skriflegt svar óskast.