Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 106  —  3. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas N. Möller frá fjármálaráðuneytinu, Runólf Ólafsson og Stefán Ásgeirsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Margréti M. Sigurðardóttur frá Neytendasamtökunum og Rannveigu Sigurðardóttur frá Alþýðusambandi Íslands.
    Umsagnir um málið bárust frá Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Neytendasamtökunum, Olíufélaginu hf., Olíuverzlun Íslands hf., Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunar og þjónustu, Verslunarráði Íslands og VistOrku hf.
    Í frumvarpinu eru lagðar til þrenns konar breytingar á lögunum. Í fyrsta lagi er lagt til að vörugjald af bensíni verði föst krónutala, 10,50 kr. af hverjum lítra af bensíni í stað 97% gjalds af tollverði. Í öðru lagi er lagt til að brott verði felld heimild ráðherra til að hækka sérstakt vörugjald af bensíni, bensíngjald, í hlutfalli við hækkun á vístölu byggingarkostnaðar og að krónutala bensíngjalds verði sú sama og nú er samkvæmt gildandi reglugerð. Í þriðja lagi er lagt til að undanþága fyrir flugvélabensín verði lögbundin en ekki háð ákvörðun ráðherra eins og gildandi lög gera ráð fyrir.
    Guðmundur Árni Stefánsson, Margrét Frímannsdóttir og Ögmundur Jónasson rita undir álitið með fyrirvara.
    Vilhjálmur Egilsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.


Alþingi, 14. okt. 1999.Kristinn H. Gunnarsson,


frsm.


Guðmundur Árni Stefánsson,


með fyrirvara.


Pétur H. Blöndal.Margrét Frímannsdóttir,


með fyrirvara.


Sigríður A. Þórðardóttir.


Gunnar Birgisson.Hjálmar Árnason.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.