Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 127  —  3. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá Margréti Frímannsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur.    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ákvæði laganna um gjaldtöku af bensíni skulu endurskoðuð í heild fyrir 1. október 2000. Markmið endurskoðunarinnar verði tvíþætt. Í fyrsta lagi verði skattlagning bensíns þannig að hún stuðli að umhverfisvernd og í öðru lagi verði skoðað hvernig best megi framkvæma hana þannig að verðlag innan lands verði ekki eins háð sveiflum á heimsmarkaðsverði.