Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 129, 125. löggjafarþing 3. mál: vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (gjöld af bensíni).
Lög nr. 86 21. október 1999.

Lög um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.


1. gr.

     14. gr. laganna orðast svo:
     Greiða skal 10,50 kr. vörugjald af hverjum lítra af bensíni.

2. gr.

     1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:
     Auk vörugjalds skv. 14. gr. skal greiða sérstakt vörugjald, bensíngjald, af bensíni. Af blýlausu bensíni skal greiða 28,60 kr. af hverjum lítra og af öðru bensíni skal greiða 30,43 kr. af hverjum lítra.

3. gr.

     16. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Bensín sem verður notað eða hefur sannanlega verið notað á flugvélar skal undanþegið vörugjaldi.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Gjald skv. 1. gr. nær til bensínbirgða sem til eru í landinu við gildistöku laga þessara umfram 10.000 lítra hjá hverjum eiganda. Endurgreiða skal mismun á gjaldi skv. 1. gr. og vörugjaldi sem greitt var skv. 14. gr. laga nr. 29/1993 eins og það var fyrir gildistöku laga þessara. Skal í því sambandi miðað við að eldri birgðir séu seldar fyrst.
     Eigendur birgða skulu tilkynna tollstjóra um birgðir sínar innan sjö daga frá gildistöku þessara laga. Þeir skulu jafnframt aðstoða tollstjóra við að kanna birgðir óski hann þess. Eigendur birgða skulu veita tollstjóra upplýsingar um birgðahald og sölu birgða fyrir gildistöku þessara laga, sé þess óskað.

Samþykkt á Alþingi 21. október 1999.