Ferill 93. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 185  —  93. mál.
Svarheilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um bensínstyrki til hreyfihamlaðra lífeyrisþega.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hefur upphæð bensínstyrks til hreyfihamlaðra lífeyrisþega þróast miðað við bensínverð undanfarin fimm ár? Upphæð bensínstyrks og bensínverð miðist við 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert.

Dagsetning Bensínstyrkur,
kr.
Bensínverð,
kr.
Lítrar á styrk (lítrar á mánuði) Meðalfjöldi
lítra á ári
1995 741
1. janúar 4.119 68,7 60
1. apríl 4.317 68,7 63
1. júlí 4.317 70,6 61
1. október 4.317 68,5 63
1996 720
1. janúar 4.317 70,0 62
1. apríl 4.317 69,5 62
1. júlí 4.317 73,7 59
1. október 4.317 76,0 57
1997 702
1. janúar 4.403 77,0 57
1. apríl 4.579 77,5 59
1. júlí 4.579 77,5 59
1. október 4.693 79,3 59
1998 777
1. janúar 4.881 77,2 63
1. apríl 4.881 74,2 66
1. júlí 4.881 75,4 65
1. október 4.881 74,8 65
1999 789
1. janúar 5.076 70,2 72
1. apríl 5.076 72,1 70
1. júlí 5.076 79,7 64
1. október 5.076 88,6 57


    Hvergi í lögum eða reglugerðum er talað um bensínstyrk. Með reglugerð nr. 394/1980 var ákveðið að að veita uppbót á elli- og örorkulífeyri og örorkustyrki vegna rekstrar bifreiðar hreyfihamlaðra. Í upphafi var ákveðið að um yrði að ræða árlegan styrk og voru 48 þús. kr. greiddar sem eingreiðsla til þeirra sem rétt áttu samkvæmt reglugerðinni. Með reglugerð nr. 349/1982 var ákveðið að þessi uppbót skyldi miðast við 800 lítra af bensíni á ári sem verðmælikvarða og skyldi upphæðin greidd út ársfjórðungslega og miðuð við bensínverð í byrjun hvers ársfjórðungs. Hliðstæð ákvæði var að finna um dísilbíla, en eigi að síður festist nafnið bensínstyrkur á þessa rekstraruppbót.
    Árið 1991 var ljóst að þessi verðviðmiðun, sem og breytt greiðslufyrirkomulag í kjölfar tölvuvæðingar, hentaði engan veginn greiðsluformi almannatrygginga auk þess sem það olli verulegu aukaálagi á starfsmenn greiðsludeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Því voru gerðar ráðstafanir til breytinga á reglugerð þannig að þessar greiðslur yrðu áþekkar öðrum greiðslum almannatrygginga, þ.e. sérstakur bótaflokkur, greiddar mánaðarlega í gegnum tölvu- og bókhaldskerfi Tryggingastofnunar ríkisins og tækju sömu breytingum og aðrar bætur almannatrygginga. Þessi bótaflokkur er nú byggður á 11. gr. laga um félagslega aðstoð og reglugerð nr. 438/1991 um greiðslu sérstakrar fjárhæðar til rekstrar ökutækis hreyfihamlaðra.
    Sveiflur í verði bensíns á liðnum árum hafa verið meiri en hækkun bóta almannatrygginga, sem fylgt hafa hækkunum á almennu verðlagi. Því hafa orðið talsverð frávik frá gamla verðviðmiðinu um 800 lítra bensíns á ári. Í því samhengi má geta þess að bílar eru almennt sparneytnari nú en áður var þótt þau rök hafi aldrei verið lögð til grundvallar. Verðþróun annarra rekstrarhluta bifreiða hefur hins vegar fylgt almennri verðþróun.