Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 208  —  23. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um öryggi greiðslufyrirmæla og greiðslujöfnunar í greiðslukerfum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 1. gr. Í stað orðsins „tilnefnt“ komi: tilkynnt.
     2.      Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                  a.      Í stað orðanna „greiðslujöfnunar- og stórgreiðslukerfi“ í 1. tölul. komi: fyrirkomulag.
                  b.      Orðin „greiðslujöfnun og“ í 1. tölul. falli brott.
                  c.      13. og 14. tölul. falli brott.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tilnefna skal í samræmi við 2. mgr.“ í 1. mgr. komi: viðurkennt skal, sbr. 2. mgr.
                  b.      Í stað orðsins „tilnefnd“ í 2. mgr. komi: viðurkennd.
                  c.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Aðilum sem starfrækja greiðslukerfi samkvæmt þessari grein er skylt að veita Seðlabanka Íslands upplýsingar um beina og óbeina þátttakendur sem aðild eiga að kerfinu, svo og breytingar á þeim.
     4.      Á eftir 10. gr. komi ný grein er verði 11. gr., svohljóðandi:
              Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um framkvæmd laga þessara.
     5.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum.
Prentað upp.