Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 231  —  198. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um Landsvirkjun, nr. 42/1983, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



1. gr.

    Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist: svo og aðild að fjarskiptafyrirtækjum.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Í 2. gr. laga um Landsvirkjun er greint frá tilgangi fyrirtækisins og heimildum til að taka þátt í og eiga fyrirtæki á sviði orkumála og tengdrar starfsemi.
    Landsvirkjun á og rekur fjarskiptakerfi vegna starfsemi sinnar. Það kerfi getur komið að gagni fyrir fleiri aðila, m.a. þá sem starfa að öryggismálum. Ýmsir aðilar hafa óskað eftir samstarfi við Landsvirkjun um fjarskiptastarfsemi þar sem fjarskiptakerfi fyrirtækisins yrði notað. Til að af slíku geti orðið þarf Landsvirkjun lagaheimild, enda eðlilegt að slík starfsemi sé rekin utan hefðbundins reksturs fyrirtækisins.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Landsvirkjun,
nr. 42/1983, með síðari breytingum.

    Tilgangur frumvarpsins er að veita Landsvirkjun heimild til að taka þátt í og eiga fyrirtæki á sviði fjarskipta auk orkumála og tengdrar starfsemi.
    Ekki verður séð að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.