Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 236  —  203. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um Íslenska aðalverktaka.

Frá Gunnari Birgissyni.



     1.      Hver er eignarhlutur ríkisins í Íslenskum aðalverktökum?
     2.      Hversu lengi hafa Íslenskir aðalverktakar einkarétt á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli?
     3.      Hefur starfsemi Íslenskra aðalverktaka verið aðskilin fyrir verk sem unnin eru utan og innan Keflavíkurflugvallar?
     4.      Hve mikið hafa Íslenskir aðalverktakar fjárfest í íslenskum verktakafyrirtækjum og þá hvaða fyrirtækjum,
                  a.      100%,
                  b.      að hluta?
     5.      Samræmist það samkeppnisreglum að ríkið semji við Íslenska aðalverktaka um verkefni og eigi leiðandi hlut í fyrirtækinu?
     6.      Hvenær ætlar ríkið að selja hlut sinn í Íslenskum aðalverktökum og hvert er áætlað söluverð?


Skriflegt svar óskast.