Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 239 — 205. mál.
Frumvarp til laga
um breytingar á lögum vegna niðurlagningar Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)
I. KAFLI
Um breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna,
nr. 64/1965, með síðari breytingum.
1. gr.
II. KAFLI
Um breytingu á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum.
2. gr.
III. KAFLI
Um breytingu á lögum um búfjárhald, forðagæslu o.fl.,
nr. 46/1991, með síðari breytingum.
3. gr.
IV. KAFLI
Um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum,
nr. 99/1993, með síðari breytingum.
4. gr.
5. gr.
III. kafli laganna, Um skipan og verkefni Framleiðsluráðs, 5. og 6. gr., fellur brott.6. gr.
Verðlagsnefnd getur ákveðið að undanskilja einstakar vörutegundir verðlagningarákvæðum skv. 13. gr. þegar samkeppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag.
7. gr.
17. gr. laganna orðast svo:Bændasamtök Íslands annast verðskráningu þeirra búvara sem tekin er verðákvörðun um samkvæmt kafla þessum og auglýsa verðákvarðanir og viðmiðunarverð sem ákveðin eru samkvæmt kafla þessum.
8. gr.
Áður en ráðherra tekur ákvarðanir um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum skal leita tillagna frá Bændasamtökum Íslands og samtökum þeirra afurðastöðva sem um ræðir.
9. gr.
a. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Stjórn Bændasamtaka Íslands er heimilt að fela samtökum afurðastöðva verkefni samkvæmt þessum kafla. Skal það þá gert með sérstökum samningi sem skal staðfestur af ráðherra. Í slíkum samningi skal kveðið á um að samtök afurðastöðva lúti eftirliti Bændasamtaka Íslands við framkvæmd verkefnanna og að þau geri Bændasamtökum Íslands grein fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli samningsins.
b. Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Hafi verið tekin ákvörðun um verðskerðingu skv. 20. gr. er afurðastöð skylt að halda henni eftir við uppgjör við framleiðanda og standa Bændasamtökum Íslands skil á hinu innheimta verðskerðingarfé.
10. gr.
Verðmiðlunargjöld, verðskerðingargjöld og verðjöfnunargjöld samkvæmt kafla þessum eru aðfararhæf.
11. gr.
a. Í stað orðanna „Framleiðsluráð landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: Framkvæmdanefnd búvörusamninga.
b. 7. mgr. fellur brott.
12. gr.
Áður en reglugerðir um beitingu ákvæða þessa kafla eru gefnar út skal leitað tillagna Bændasamtaka Íslands og samtaka framleiðenda í viðkomandi búgrein.
13. gr.
14. gr.
15. gr.
a. Á eftir 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Bændasamtök Íslands skulu byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum.
b. Í stað orðanna „Framleiðsluráðs landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: framkvæmdanefndar búvörusamninga.
16. gr.
17. gr.
18. gr.
19. gr.
20. gr.
21. gr.
Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara fyrir innlendan og erlendan markað. Samkomulagið öðlast ekki gildi fyrr en landbúnaðarráðherra hefur staðfest það.
22. gr.
Bændasamtök Íslands láta safna og gefa út ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu, markaðshorfur og afkomu landbúnaðarins á hverjum tíma. Þá skulu samtökin gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara.
Skylt er öllum þeim, er hafa með höndum vinnslu eða sölu búvara, að láta samtökunum í té allar upplýsingar er þeim geta að gagni komið við störf þeirra og þeir geta veitt, þar með talið upplýsingar um verð búvöru til framleiðenda.
23. gr.
V. KAFLI
Um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997.
24. gr.
25. gr.
Tekjum af búnaðargjaldi skal skipt þannig, sbr. þó 4. mgr.:
Velta í nautgripa- og sauðfjárrækt | Önnur afurðavelta | |
Til Búnaðarsjóðs | 1,4% af stofni | 1,75% af stofni |
Til Lánasjóðs landbúnaðarins | 1,150% af stofni | 0,800% af stofni |
26. gr.
a. Í stað hlutfallstalnanna „0,125“ og 0,325 í undirdálkinum BÍ kemur: 0,3, og: 0,5.
b. Í stað hlutfallstölunnar „2,650“ í dálkinum Alls kemur: 2,550.
27. gr.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Framleiðsluráð landbúnaðarins er samstarfsvettvangur allra búvöruframleiðenda í landinu og samtaka þeirra eins og það er orðað í 5. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum. Ráðinu var komið á fót með lögum nr. 94/1947, um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., og hefur það starfað allar götur síðan að framleiðslu- og verðlagsmálum landbúnaðarins.
Í upphafi var ráðið skipað þannig að fimm menn voru kosnir af Stéttarsambandi bænda og fjórir voru skipaðir af stjórn Stéttarsambands bænda eftir tilnefningu frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Sláturfélagi Suðurlands, mjólkurbúum utan mjólkurssvæðis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og þeirri deild Sambands íslenskra samvinnufélaga sem hafði með sölu landbúnaðarafurða að gera. Sú skipan hélst að mestu leyti óbreytt þar til ný heildarlög voru sett um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 46/1985.
Samkvæmt lögum nr. 46/1985 skyldi ráðið skipað fimmtán fulltrúum, þar af tólf fulltrúum kjörnum af Stéttarsambandi bænda og tveimur skipuðum af stjórn Stéttarsambands bænda eftir tilnefningu frá félagsráði Osta- og smjörsölunnar og allra sláturleyfishafa í landinu. Þá skyldi landbúnaðarráðherra tilnefna einn mann í Framleiðsluráð og var sú nýbreytni tekin upp til að efla tengsl milli Framleiðsluráðs og landbúnaðarráðherra.
Samkvæmt núgildandi lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, er Framleiðsluráð landbúnaðarins skipað fimmtán mönnum. Skal stjórn Bændasamtakanna skipa fjórtán menn í ráðið, þar af fjóra án tilnefningar og tíu sem ýmis samtök framleiðenda og seljenda landbúnaðarafurða tilnefna. Þá skipar landbúnaðarráðherra einn mann í ráðið.
Svo sem fyrr segir hefur ráðið frá stofnun þess haft ýmis lögbundin verkefni sem snúa að framleiðslu- og verðlagsmálum landbúnaðarins. Með lögum nr. 46/1985 var viðamikil breyting gerð á lögbundnum verkefnum ráðsins og var verulegur hluti þeirra færður til landbúnaðarráðherra. Þá urðu breytingar á verkefnum ráðsins með setningu reglugerðar um greiðslur úr fóðursjóði nr. 431/1996, en með reglugerðinni færðust þau verkefni frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til landbúnaðarráðherra. Fram til 1. janúar 1998 hafði ráðið með höndum innheimtu svonefndra sjóðagjalda sem eru nánar tiltekið gjöld til Búnaðarmálasjóðs á grundvelli laga nr. 41/1990, um Búnaðarmálasjóð, gjöld til Bjargráðasjóðs á grundvelli laga nr. 146/1995, um Bjargráðasjóð, Framleiðsluráðsgjöld á grundvelli 25. gr. laga nr. 99/1993 og neytenda- og jöfnunargjöld á grundvelli laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins. Með lögum um búnaðargjald nr. 84/1997 voru lög nr. 41/1990, um Búnaðarmálasjóð, og 25. gr. laga nr. 99/1993 felld úr gildi. Lög nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, voru felld úr gildi með lögum nr. 68/1997, um Lánasjóð landbúnaðarins. Með lögum nr. 126/1997 var lögum um Bjargráðasjóð, nr. 146/1995, breytt á þann veg að um tekjur Bjargráðasjóðs af búnaðargjaldi var vísað til 6. gr. laga um búnaðargjald, nr. 84/1997, og viðauka með þeim lögum. Í 6. gr. laga um búnaðargjald og viðauka með þeim lögum er kveðið á um hlutdeild Bændasamtaka Íslands, búnaðarsambanda, búgreinasamtaka, Bjargráðasjóðs, Lánasjóðs landbúnaðarins og Framleiðsluráðs landbúnaðarins í búnaðargjaldi. Þá var innheimta sjóðagjaldanna, það er búnaðargjalds, færð frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til innheimtumanna ríkissjóðs. Með þeim breytingum sem urðu á starfsemi ráðsins með lögum nr. 46/1985 og í kjölfar gildistöku reglugerðar nr. 431/1996 og þeim breytingum sem urðu á innheimtumálum 1. janúar 1998 hefur því veigamiklum þætti í starfsemi Framleiðsluráðs lokið.
Tekjur ráðsins hafa einkum verið lögboðin gjöld af búvörum, þóknanir vegna innheimtu, vörslu og ráðstöfunar ýmissa sjóða og umsýsluþóknanir frá ríkinu vegna lögbundinna verkefna ráðsins. Fjárhagur ráðsins hefur verið sjálfstæður frá því að það var sett á fót árið 1947 og var fram til ársins 1998 ekki á fjárlögum. Með lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, voru hins vegar gerðar verulegar breytingar á framsetningu frumvarps til fjárlaga, meðal annars þær að frumvarp til fjárlaga skal nú sett fram á rekstrargrunni, auk þess sem það skal sýna greiðsluhreyfingar. Áður hafði fjárlagafrumvarpið verið sett upp á greiðslugrunni. Með framsetningu fjárlaga á greiðslugrunni voru sýndar ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar, þ.e. samtímaráðstöfun fjár til tiltekinna verkefna. Framsetning fjárlaga á rekstrargrunni, jafnframt því að sýndar eru greiðsluhreyfingar, hefur í för með sér að hér eftir kemur það fram í fjárlögum ef rekstur aðila er fjármagnaður að einhverju leyti með hlutdeild í ríkistekjum, þ.e. ef lögboðin gjöld skulu renna til aðila. Í samræmi við þessa breytingu á framsetningu fjárlaga voru til dæmis Samtök iðnaðarins og Framleiðsluráð landbúnaðarins tekin á fjárlög í fyrsta skipti árið 1998.
Á vettvangi samtaka bænda hefur um nokkurt skeið verið fjallað um skipulag og uppbyggingu samtaka og stofnana landbúnaðarins. Eftir búnaðarþing 1998 voru skipaðir tveir vinnuhópar til að vinna að málinu. Átti Framleiðsluráð landbúnaðarins aðild að hópunum. Í janúar 1999 var málið komið það langt í vinnslu að stjórn Bændasamtaka Íslands samþykkti á fundi sínum að leita eftir því, í samráði við Framleiðsluráð landbúnaðarins, að landbúnaðarráðherra skipaði nefnd til endurskoða lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með tilliti til færslu verkefna frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til Bændasamtaka Íslands. Framleiðsluráð tók undir þetta og nefndin var skipuð af landbúnaðarráðherra 5. febrúar 1999. Málið var rætt á búnaðarþingi 1999 og samþykkti þingið með samhljóða atkvæðum að stjórn Bændasamtaka Íslands hæfi þá þegar vinnu við „yfirfærslu verkefna Framleiðsluráðs landbúnaðarins til Bændasamtakanna, þannig að þau hafi tekið við þeim 1. janúar árið 2000“.
Eins og áður segir hefur verkefnum Framleiðsluráðs landbúnaðarins farið fækkandi á undanförnum árum. Með hliðsjón af þeirri þróun og í ljósi þess að frá upphafi hafa verið náin tengsl milli Framleiðsluráðs landbúnaðarins annars vegar og annarra samtaka bænda hins vegar, sem og þess að fyrir liggur eindregin afstaða Bændasamtaka Íslands og búnaðarþings, er með frumvarpi þessu lagt til að Framleiðsluráð landbúnaðarins verði lagt niður og að sá hluti verkefna ráðsins sem er lögbundinn og nauðsynlegur verði færður til annarra aðila, fyrst og fremst til Bændasamtaka Íslands.
Að því leyti sem Bændasamtökum Íslands er með lögum þessum fengið í hendur opinbert vald til að taka ákvörðun um réttindi og skyldu manna lúta samtökin stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þá lúta samtökin enn fremur að þessu leyti ákvæðum upplýsingalaga, nr. 50/1996, með síðari breytingum. Í þessu felst meðal annars að taki samtökin ákvörðun um rétt og/eða skyldu tiltekins aðila í ákveðnu máli í skjóli þess opinbera valds sem þeim er fengið með lögum þessum er viðkomandi aðila heimilt að skjóta þeirri ákvörðun með kæru til landbúnaðarráðuneytisins sem æðra stjórnvalds, að því leyti sem úrskurðarvaldið er ekki í höndum úrskurðarnefndar um greiðslumark sem starfar skv. 42. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.
Að öðru leyti en hér segir um efni frumvarps þessa er vísað til athugasemda við einstakar greinar.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Í núgildandi ákvæði 1. mgr. 34. gr. laga nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, er gert ráð fyrir að Framleiðsluráð landbúnaðarins tilnefni fulltrúa í tilraunaráð við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Ekki er ástæða til að gera ráð fyrir nefndri tilnefningu þegar Framleiðsluráðs landbúnaðarins hefur verið lagt niður.
Um 2. gr.
Um 3. gr.
Um 4. gr.
Um 5. gr.
Um 6. gr.
Um 7. gr.
Um 8. gr.
Í 4. mgr. 19. gr. núgildandi laga er gert ráð fyrir að áður en ákvarðanir eru teknar um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum skuli leita tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins og samtaka þeirra afurðastöðva sem um ræðir. Gert er ráð fyrir að tillöguréttur Framleiðsluráðs landbúnaðarins færist til Bændasamtaka Íslands við niðurlagningu ráðsins. Þá er áréttað að landbúnaðarráðherra taki ákvarðanir um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum, samanber ákvæði 27. gr. laganna.
Um 9. gr.
Samkvæmt orðum ákvæðisins er stjórn Bændasamtaka Íslands veitt heimild til að fela öðrum verkefni og er því framkvæmdastjórn samtakanna eða framkvæmdastjóra ekki heimilt að taka þá ákvörðun.
Í b-lið er lagt til að ný málsgrein bætist við 24. gr. laganna sem kveði á um að ef tekin hefur verið ákvörðun um verðskerðingu skv. 20. gr. laganna sé afurðastöð skylt að halda henni eftir við uppgjör við framleiðanda og standa Bændasamtökum Íslands skil á hinu innheimta verðskerðingarfé. Ákvæðið er samhljóða núgildandi ákvæði 7. mgr. 29. gr. laganna en í b-lið 11. gr. frumvarpsins er lagt til að sú málsgrein verði felld brott, enda þykir betur fara á því að greininni sé komið fyrir á þeim stað sem hér er lagt til.
Um 10. gr.
Um 11. gr.
Um 12. gr.
Um 13. gr.
Um 14. gr.
Um 15. gr.
Um 16. gr.
Um greinina vísast til athugasemda við 14. gr.
Um 17. gr.
Um 18. og 19. gr.
Um 20. gr.
Um 21. gr.
Um 22. gr.
Um 23. gr.
Í 2. mgr. sömu greinar segir að Framleiðsluráð landbúnaðarins geti ákveðið að seljendur fóðurs skuli ársfjórðungslega senda ráðinu skrá yfir alla sölu og að í þeirri skrá skuli tilgreina hverjir kaupendur séu, heildarmagn hvers kaupanda og einingaverð.
Með lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997, var innheimta svonefndra sjóðagjalda fært frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til innheimtumanna ríkissjóðs og með reglugerð nr. 431/1996 var greiðsla fóðurtolls flutt til landbúnaðarráðherra. Er því ekki þörf á að halda nefndu ákvæði 68. gr. laga nr. 99/1993 í lögum.
Um 24.–26. gr.
Samkvæmt 1. gr. núgildandi laga um búnaðargjald, nr. 84/1997, skal innheimta sérstakt búnaðargjald af búvöruframleiðendum og skal það nema 2,65% af gjaldstofni skv. 3. gr. laganna. Skv. 6. gr. núgildandi laga skulu 0,275% af stofni gjaldsins renna til Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 0,175% af stofni búnaðargjalds færist með verkefnum til Bændasamtaka Íslands og lækkar því búnaðargjaldið úr 2,65% af gjaldstofni í 2,55% sem þýðir um 17 milljóna króna lækkun á gjöldum bænda, þ.e. ef frumvarp þetta verður að lögum. Samkvæmt áætlun sem gerð hefur verið um kostnað á árinu 2000 við framkvæmd verkefna þeirra sem nú eru hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins en flytjast til Bændasamtaka Íslands má ætla að sá kostnaður nemi nálægt 40 milljónum króna. Sambærileg áætlun vegna rekstrar Framleiðsluráðs landbúnaðarins árið 1999 gerir ráð fyrir 72 milljóna króna rekstrargjöldum, en nokkur halli er á rekstri Framleiðsluráðs samkvæmt þeirri áætlun. Sparnaður af breytingunni nemur því um 32 milljónum króna á ársgrunni. Áætlað er að peningalegar eignir Framleiðsluráðs landbúnaðarins verði í árslok árið 1999 um 190.000.000 kr. Gert er ráð fyrir að þessar eignir verði lagðar í sjóð sem fylgi þeim verkefnum Framleiðsluráðs landbúnaðarins sem Bændasamtök Íslands taka við og að ávöxtun af honum verði varið til að standa undir hluta af framkvæmd þeirra.
Um 27. gr.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum vegna
niðurlagningar Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð verði það óbreytt að lögum.
Athygli er vakin á því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að peningalegar eignir Framleiðsluráðs að upphæð 190 m.kr. færist til Bændasamtaka Íslands.