Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 249  —  23. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.     1.      Við 2. gr. Orðin „og framkvæmdastjórnar EB“ í 1. tölul. falli brott.
     2.      Við 7. gr. Í stað orðanna „þess ríkis sem gildir“ komi: sem gilda.
     3.      Við 9. gr. Greinin orðist svo:
             Um veðtryggingu sem veitt er í rafbréfum, eða erlendum verðbréfum sem eru rafrænt skráð á viðurkenndan hátt að lögum, skal að öllu leyti fara samkvæmt lögum þess ríkis þar sem rafræn skráning verðbréfanna fer fram.
     4.      14. gr. verði 1. mgr. 13. gr.