Ferill 19. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 251 — 19. mál.
Skýrsla
félagsmálaráðherra um kjör einstæðra foreldra, samkvæmt beiðni.
(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)
Inngangur.
Skýrsla þessi er unnin að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, Margrétar Frímannsdóttur, Rann
1. Húsnæðismál einstæðra foreldra.
Sundurliðaðar upplýsingar um húsnæðisstöðu landsmanna eru því miður ekki fáanlegar í opinberum skrám. Þó má fá nokkra vísbendingu um húsnæðisaðstæður einstæðra foreldra með því að athuga hversu margir þeirra telja fram fasteign til skatts. Þá kemur í ljós að 58% einstæðra foreldra eiga fasteign. Jafnframt kemur fram verulegur mismunur á húsnæðiseign eftir aldri. Ætla má að umtalsverður fjöldi í yngstu aldurshópunum búi í foreldrahúsum. Rúm 65% einstæðra foreldra 26–65 ára eiga fasteign en svo háttar til um rúman helming ein
Tafla 1. Húsnæðiseign í árslok 1997.
(Hlutfall framteljenda með fasteign, %.)
16–20 ára | 21–25 ára | 26–65 ára | Samtals | |
Einstæðir foreldrar | 10,6 | 31,3 | 65,4 | 58,0 |
Einhleypir án barna | 2,0 | 13,1 | 51,8 | 27,7 |
Hjón og sambýlisfólk, með börn | 39,5 | 66,0 | 91,1 | 90,1 |
Hjón og sambýlisfólk, barnlaus | 34,0 | 58,0 | 92,5 | 91,0 |
Í rannsókn Sigrúnar Júlíusdóttur, Friðriks H. Jónssonar, Nönnu K. Sigurðardóttur og Sigurðar J. Grétarssonar sem nefnist Barnafjölskyldur; samfélag — lífsgildi — mótun kom fram að um 80% hjóna og sambýlisfólks búa í eigin húsnæði en einungis 17% voru í einhvers konar leiguhúsnæði. Samkvæmt könnuninni bjuggu 63% fráskilinna með forsjá í eigin húsnæði eða 5% fleiri en í árslok 1997 miðað við húsnæðiseign einstæðra foreldra samkvæmt skattframtali. 29% fráskilinna með forsjá bjuggu í leiguhúsnæði. Athyglisvert er að hlutfallslega fæstir fráskilinna án forsjár bjuggu í eigin húsnæði, eða um 40%, en 48% þeirra bjuggu í leiguhúsnæði.
Í framangreindri rannsókn var einnig athugað hvernig húsnæðiskosti væri háttað eftir fjölskyldugerð. Þar kom fram að einbýlishús er algengasti húsakostur giftra og ekkna eða ekkla en einhleypir og fráskildir, hvort sem þeir eru með eða án forsjár, búa flestir í fjöl
Tafla 2. Hlutfall þeirra sem búa í hverri tegund húsnæðis.
Giftir/ sambúð |
Einhleypir | Ekkjur/ ekklar |
Fráskilin með forsjá | Fráskilin án forsjár | Heild | |
Einbýli | 39,1 | 17,9 | 31,7 | 13,2 | 27,4 | 24,5 |
Raðhús/parhús | 14,1 | 6,0 | 19,5 | 8,7 | 4,8 | 10,2 |
2–4 herbergi, sambýli | 18,5 | 27,2 | 22,0 | 23,5 | 27,4 | 22,7 |
Fjölbýli | 26,1 | 47,7 | 22,0 | 52,9 | 33,9 | 40,2 |
Annað | 2,2 | 1,3 | 4,9 | 1,6 | 6,5 | 2,3 |
Á vegum félagsmálaráðherra starfar nefnd sem gera á úttekt á leigumarkaði hér á landi og kanna þörf fyrir leiguíbúðir næstu ára í samráði við fulltrúa sveitarfélaga, annarra fé
Nefndin stóð fyrir könnun meðal félagslegra framkvæmdaraðila, þ.e. sveitarfélaganna og félaga sem eiga og reka leiguíbúðir. Framkvæmd könnunarinnar tók mun lengri tíma en gert var ráð fyrir en niðurstaðna er að vænta á næstunni. Er þeim ætlað að verða grunnur að framtíðarstefnumótun í tengslum við leiguíbúðir sem og leigumarkaðinn.
Er enn fremur að vænta niðurstaðna úr leigukönnun sem Hagstofa Íslands stóð fyrir í mars 1999.
2. Framfærslu- og húsnæðiskostnaður einstæðra foreldra.
Hagstofa Íslands stóð að neyslukönnun árið 1995. Megintilgangur þeirrar könnunar var að afla upplýsinga um útgjöld heimila til að endurnýja grundvöll neysluverðs. Útgjalda
Erfitt getur reynst að túlka niðurstöður neyslukönnunar þar sem heimili eru misstór og samansett af mismunandi aldurshópum. Til þess að hægt verði að bera saman úgjöld ólíkra heimilisgerða er stærð heimila umreiknuð í svokallaðar neyslueiningar. Hver einstaklingur á heimili fær tiltekið vægi eftir aldri og stærð heimilis. Með þessu er reynt að taka tillit til þess að stór heimili eru hagkvæmari í rekstri en lítil og að útgjöld vegna barna eru minni en útgjöld vegna fullorðinna. Í neyslukönnun Hagstofunnar eru birtar neyslueiningar miðað við vog OECD og Hagstofu Evrópubandalagsins.
Tafla 3. Meðalneysla á heimili á ári í neyslukönnun 1995 eftir heimilisgerð.
(Meðalverðlag 1995, kr.)
Einhleypir | Hjón/sam
|
Hjón/sam
|
Einstæðir foreldrar | Önnur heimili | |
Matur og drykkjarvörur | 188.345 | 333.587 | 539.589 | 314.834 | 583.874 |
Áfengi og tóbak | 62.286 | 68.614 | 82.099 | 54.338 | 102.217 |
Fatnaður | 84.303 | 147.254 | 198.979 | 141.974 | 225.896 |
Húsnæði, rafmagn og hiti | 294.255 | 423.721 | 476.644 | 359.718 | 475.107 |
Heimilisbúnaður og fleira | 78.458 | 115.697 | 184.630 | 147.812 | 145.303 |
Lækniskosnaður | 32.322 | 65.303 | 99.717 | 59.836 | 78.746 |
Ferðir og flutningar | 194.707 | 394.910 | 402.033 | 303.303 | 358.354 |
Póstur og sími | 33.491 | 31.434 | 33.652 | 23.815 | 32.973 |
Tómstundir og menning | 170.184 | 272.584 | 399.810 | 268.736 | 374.782 |
Menning | 5.649 | 14.492 | 33.191 | 21.524 | 33.408 |
Hótel, kaffihús og veitingastaðir | 86.722 | 133.552 | 145.781 | 106.023 | 149.024 |
Ýmsar vörur og þjónusta | 122.899 | 174.957 | 309.283 | 234.922 | 268.346 |
Samtals | 1.144.000 | 2.176.104 | 2.905.409 | 2.036.837 | 2.828.003 |
Meðalútgjöld á neyslueiningu OECD | 1.353.610 | 1.280.061 | 992.454 | 1.036.770 | 945.599 |
Meðalútgjöld á neyslueiningu ES | 1.353.610 | 1.450.736 | 1.263.166 | 1.247.833 | 1.291.602 |
Tafla 3 sýnir meðalneyslu íslenskra heimila á meðalverðlagi ársins 1995. Heimilum er skipt í fimm gerðir: einhleypa, hjón/sambýlisfólk án barna, hjón/sambýlisfólk með börn, einstæða foreldra og önnur heimili. Dæmi um heimilisgerð sem flokkast undir önnur heim
Kostnaður af húsnæði, rafmagni og hita hjá einstæðum foreldrum var um 359.718 kr. en hjá hjónum eða sambýlisfólki um 476.644 kr. á meðalverðlagi ársins 1995. Í skýrslu Hagstofunnar um neyslukönnunina 1995 er gerður greinarmunur á greiddri og reiknaðri húsaleigu. Ástæðan er sú að meta þarf til fjár búsetu í eigin húsnæði. Stofninn fyrir þann útreikning var byggður á fasteignamati. Húsaleiguígildi (reiknuð húsaleiga) er reiknað sem ársgreiðsla miðað við ákveðna ávöxtunarkröfu og gert var ráð fyrir 80 ára endingartíma húsnæðisins. Raunvextir eigin fjár voru metnir í samræmi við ávöxtunarkröfu á langtíma
Ástæðan fyrir svo lágri greiddri húsaleigu er sú að framangreint meðaltal er miðað við heildarfjölda heimila (1.375) sem tóku þátt í könnuninni. Rúmlega 81% þátttakenda í neyslukönnun 1995 bjó í eigin húsnæði og gefa þessar tölur því ekki raunsæja mynd af greiddri húsaleigu þeirra heimila sem greiða húsaleigu. Þegar eingöngu er miðað við þau heimili sem eru á leigumarkaði (261) er greidd meðalleiga einstæðra foreldra 362.141 kr. á árinu á meðalverðlagi 1995, eða 30.178 kr. á mánuði. Hins vegar er greidd meðalleiga hjóna eða sambýlisfólks með börn um 193.053 kr. á meðalverðlagi 1995, eða 16.087 kr. á mánuði. Ef eingöngu er miðað við þá er búa í eigin húsnæði (1.114) þegar búseta er reiknuð til fjár kemur hins vegar fram að kostnaður reiknaðrar húsaleigu hjá einstæðum foreldrum er 176 þús. kr. á árinu á meðalverðlagi 1995 en hjá hjónum eða sambýlisfólki með börn 310 þús. kr. á ári.
Við lestur framangreindra upplýsinga skal taka mið af því að um fjögur ár eru liðin frá því að könnunin var gerð en hún tekur til ársins 1995 og var gefin út í apríl 1997. Vekja skal athygli á því að skv. 2. gr. laga um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995, skal Hagstofan eigi sjaldnar en á fimm ára fresti gera sérstaka athugun á heimilisútgjöldum fólks án tillits til búsetu, fjöskyldugerðar, starfa og atvinnugreina. Þess er því að vænta að Hagstofa Ís
Þegar húsnæðiskostnaður fjölskyldna er skoðaður verður að líta til þess að sveitarfélög greiða þeim húsaleigubætur sem eru á leigumarkaði. Skv. 1. gr. reglugerðar um húsaleigu
Tafla 4. Reiknaðar húsaleigubætur miðað við árstekjur undir 1,6 millj. kr.
Grunn
|
Leiga: 20.000 kr. á mánuði |
Leiga: 30.000 kr. á mánuði |
Leiga: 40.000 kr. á mánuði |
|||
Barnlausar fjölskyldur | 8.000 | 8.000 | 9.200 | ** | 10.400 | *** |
Fjölskyldur með eitt barn | 13.000 | 13.000 | 14.200 | ** | 15.400 | ** |
Fjölskyldur með tvö börn | 17.000 | 17.000 | 18.200 | ** | 19.400 | ** |
Fjölskyldur með þrjú börn | 20.500 | 20.500 | 21.000 | ** | 21.000 | * |
** 12% af 10.000 kr. bætast við.
*** 12% af 20.000 kr. bætast við.
Heimild: Félagsmálaráðuneyti.
Bæturnar skerðast óháð fjölskyldustærð í hverjum mánuði um 1% af árstekjum umfram 1,6 millj. kr. Jafnframt geta grunnfjárhæðir aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjár
3. Menntun og tómstundastarf barna einstæðra foreldra.
Í rannsókninni Barnafjölskyldur; samfélag — lífsgildi — mótun var m.a. athuguð frístundaiðkun barna utan skólatíma. Voru þær upplýsingar flokkaðar eftir fjölskyldugerð barn
Tafla 5. Frístundaiðkun barna utan skólatíma.
Giftir/í sambúð | Einhleypir | Ekkjur/ ekklar | Fráskilin með forsjá | Fráskilin án forsjár |
Heild | |
Dans — ballet — jazzballet | 15,7 | 11,8 | 17,1 | 10,7 | 8,1 | 12,7 |
Tónlistarnám*** | 28,8 | 14,5 | 24,4 | 14,6 | 22,6 | 20,1 |
Íþróttir*** | 58,0 | 38,8 | 46,3 | 53,2 | 50,2 | 50,2 |
Myndlistarnám | 1,8 | 3,3 | 2,4 | 3,2 | 3,2 | 2,7 |
Skátastarf | 7,1 | 2,0 | 4,9 | 4,5 | 4,8 | 5,0 |
Sunnudagaskóli | 20,7 | 13,8 | 4,9 | 17,2 | 16,1 | 17,0 |
Annað | 13,5 | 13,8 | 12,2 | 12,9 | 12,9 | 13,3 |
Heimild: Sigrún Júlíusdóttir, Friðrik H. Jónsson, Nanna K. Sigurðardóttir og Sigurður J. Grétarsson (1995). Barnafjölskyldur; samfélag — lífsgildi — mótun. Félagsmálaráðuneytið.
Munur var á þátttöku barna í íþróttum og ástundun tónlistarnáms eftir fjölskyldugerð en að öðru leyti var ekki munur á frístundaiðkun barna.
Vekja má athygli á því að á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar er boðið upp á ýmiss konar tómstundastarf í skólum í Reykjavík. Er um að ræða tónlist, tölvunám
Þar sem skólaskylda er á Íslandi á aldrinum 6–16 ára aldurs skv. 1. gr. laga um grunn
4. Menntun einstæðra foreldra.
Í rannsókninni Barnafjölskyldur; samfélag – lífsgildi – mótun, var athugað hvaða námi þátttakendur rannsóknarinnar hefðu lokið. Námi var skipt í eftirfarandi flokka samkvæmt flokkunarkerfi Félagsvísindastofnunar: Almennt nám, þ.e. allt nám sem samsvarar því sem nú kallast grunnskólanám, starfsnám sem er eins til tveggja ára nám eftir almennt nám, bóklegt framhaldsnám sem er þriggja til fjögurra ára nám eftir almennt nám, verklegt fram
Tafla 6. Menntun eftir fjölskyldugerð.
Giftir/ í sambúð |
Einhleypir | Ekkjur/ ekklar | Fráskilin með forsjá | Fráskilin án forsjár | Heild | |
Almennt nám | 35,2 | 45,3 | 63,4 | 43,7 | 30,0 | 41,2 |
Starfsnám | 10,6 | 8,7 | 9,8 | 11,3 | 10,0 | 10,4 |
Bóklegt framhald | 8,4 | 14,7 | 4,9 | 15,4 | 3,3 | 11,6 |
Verklegt framhald | 19,8 | 6,0 | 9,8 | 7,4 | 30,0 | 12,9 |
Sérnám | 7,3 | 10,0 | 7,3 | 6,4 | 8,3 | 7,5 |
Háskólanám | 18,7 | 15,3 | 4,9 | 15,8 | 18,3 | 16,3 |
Eins og sést af töflu 6 er margt svipað með menntun giftra og fráskilinna án forsjár. Miðað við aðra hópa eru þar fáir sem hafa hætt námi að loknu almennu námi og margir hafi lokið verklegu framhaldsnámi. Hlutfallslega hefur stór hópur ekkna og ekkla einungis lokið al
5. Tekjur einstæðra foreldra.
Tafla 7 sýnir meðalheildartekjur eftir hjúskaparstöðu á árunum 1995–97 samkvæmt skatt
Tafla 7. Meðalheildartekjur eftir hjúskaparstöðu 1995–97.
(Árstekjur í þús. kr.)
Einstæðir foreldrar | Einhleypir | Hjón og sambýlisfólk | |
1995 | 1.289,0 | 984,9 | 2.976,4 |
1996 | 1.365,8 | 1.073,2 | 3.225,1 |
1997 | 1.440,5 | 1.161,3 | 3.536,3 |
Breyting 1995–97 | 11,8% | 17,9% | 18,8% |
Tafla 8. Meðalheildartekjur framteljenda á aldrinum 26–65 ára 1995–97.
(Árstekjur í þús. kr.)
Einstæðir foreldrar | Einhleypir | Hjón og sambýlisfólk | |
1995 | 1.393,3 | 1.397,7 | 3.184,4 |
1996 | 1.473,9 | 1.521,2 | 3.459,4 |
1997 | 1.561,9 | 1.649,6 | 3.805,7 |
Breyting 1995–97 | 12,1% | 18,0% | 19,5% |
Töflur 7 og 8 sýna að meðalheildartekjur einstæðra foreldra hafa hækkað minna en hinna hópanna á þeim þremur árum sem hér er litið til.
Einungis eru fyrirliggjandi upplýsingar um skiptingu tekna einstæðra foreldra eftir kyni fyrir árið 1997. Meðaltekjur einstæðra mæðra það ár voru 1.379 þús. kr. en meðaltekjur einstæðra feðra námu 2.081 þús. kr. Árið 1997 voru karlmenn rúmlega 6% einstæðra for
6. Atvinnutekjur einstæðra foreldra.
Í töflum 9 og 10 eru upplýsingar um dreifingu atvinnutekna á árinu 1997. Í fyrri töflunni er sýndur fjöldi með tekjur og meðaltekjur á ákveðnum tekjubilum en í þeirri síðari getur að líta hlutfallstölur.
Tafla 9. Dreifing atvinnutekna einstæðra foreldra 1997.*
(Mánaðartekjur í þús. kr.)
16–25 ára | 26 ára og eldri | Allir | ||||||
Tekjubil | Fjöldi | Meðal
|
Fjöldi | Meðal
|
Fjöldi | Meðal
|
||
0 | 140 | – | 661 | – | 801 | – | ||
< 100 | 1.225 | 46,5 | 3.010 | 57,0 | 4.235 | 53,9 | ||
100–150 | 115 | 114,7 | 1.542 | 122,6 | 1.657 | 122,1 | ||
150–200 | 19 | 167,5 | 714 | 170,2 | 733 | 170,1 | ||
200 < | 2 | 228,7 | 431 | 260,3 | 433 | 260,2 | ||
Samtals | 1.501 | 49,2 | 6.358 | 93,5 | 7.859 | 85,0 | ||
Tekjulausir ekki meðtaldir | 1.361 | 54,2 | 5.697 | 104,3 | 7.058 | 94,7 |
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Tafla 9 sýnir að meðalatvinnutekjur einstæðra foreldra 26 ára og eldri voru rúmlega 104 þús. kr. á mánuði ef eingöngu er litið á þá sem voru með tekjur af atvinnu en 93.500 kr. þegar litið er á alla einstæða foreldra.
Til samanburðar má nefna að meðalatvinnutekjur allra á aldrinum 25–65 ára voru 145 þús. kr. til jafnaðar á mánuði á árinu 1997. Meðalatvinnutekjur kvenna á þessu aldursbili voru 98 þús. kr. á mánuði. Svo virðist sem tekjur einstæðra foreldra miðist mjög við það að konur eru fjölmennari í þeirra hópi. Lítill munur er á atvinnutekjum einstæðra foreldra og tekjum kvenna almennt.
Tafla 10. Dreifing atvinnutekna einstæðra foreldra 1997.*
(Hlutfallsleg skipting, %.)
16–25 ára | 26 ára og eldri | Allir | ||||||
Tekjubil | Af heild | Samtals | Af heild | Samtals | Af heild | Samtals | ||
0 | 9,3 | 9,3 | 10,4 | 10,4 | 10,2 | 10,2 | ||
< 100 | 81,6 | 90,9 | 47,3 | 57,7 | 53,9 | 64,1 | ||
100–150 | 7,7 | 98,6 | 24,3 | 82,0 | 21,1 | 85,2 | ||
150–200 | 1,3 | 99,9 | 11,2 | 93,2 | 9,3 | 94,5 | ||
200 < | 0,1 | 100,0 | 6,8 | 100,0 | 5,5 | 100,0 | ||
Samtals | 100,0 | 100,0 | 100,0 |
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Á grundvelli atvinnukönnunar sinnar hefur Hagstofa Íslands áætlað að rúmlega 80% ein
7. Ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra.
Í töflu 11 er að finna áætlun um meðalráðstöfunartekjur einstæðra foreldra árin 1995–97 en ekki reyndist með góðu móti hægt að áætla tölur fyrri ára. Jafnframt liggja ekki fyrir tölur fyrir árin 1998 og 1999. Áætlunin er byggð á skattframtölum. Skýrt skal tekið fram að áætl
Tafla 11. Meðalráðstöfunartekjur einstæðra foreldra 1995–97.
(Fjárhæðir í þús. kr. á ári.)
Heildar
|
Skattar | Vaxta
|
Barna
|
Ráð
|
Skattbyrði | Ráðstöfunar
|
|
1995 | 1.289,0 | 192,7 | 50,4 | 213,6 | 1.360,3 | -5,5% | 2.495 |
1996 | 1.365,8 | 207,7 | 53,2 | 213,3 | 1.424,6 | -4,3% | 2.606 |
1997 | 1.440,5 | 225,6 | 56,1 | 212,0 | 1.483,0 | -3,0% | 2.955 |
8. Meðlagsgreiðslur.
Framfærslukostnaður er mjög mismunandi eftir einstaklingum þannig að hlutfall meðlagsgreiðslna fer eftir því hversu hár framfærslukostnaður hvers og eins er. Í 9. gr. barnalaga, nr. 20/1990, er kveðið á um framfærsluskyldu foreldra. Ef foreldri fullnægir ekki framfærslu
Hins vegar er heimilt að foreldrar semji um hærri meðlagsgreiðslu og þá einnig hvernig greiðslum skuli háttað. Jafnframt segir í 2. mgr. 10. gr. barnalaga að við úrskurð sýslumanns um meðlagsgreiðslur skuli framfærslueyrir ákveðinn með hliðsjón af þörfum barnsins og fjár
9. Eigna- og skuldastaða einstæðra foreldra.
Tölur um eigna- og skuldastöðu einstaklinga sem hér eru sýndar eru unnar upp úr framtölum en tölur fyrir árin 1998 og 1999 liggja enn ekki fyrir. Í töflu 12 er miðað við þá einstak
Tafla 12. Eignir, skuldir og vaxtagjöld 1995–97.
(Meðalfjárhæðir í þús. kr.)
1995 | 1996 | 1997 | Breyting 1995–97 | |
Einstæðir foreldrar | ||||
Eignir alls | 4.479,8 | 4.763,8 | 4.790,8 | 6,9% |
Skuldir | 3.803,1 | 4.055,0 | 4.206,8 | 10,6% |
Skuldir vegna húsnæðis | 4.188,1 | 4.399,4 | 4.567,1 | 9,0% |
Vaxtagjöld vegna húsnæðis | 201,7 | 212,7 | 225,6 | 11,8% |
Einhleypir | ||||
Eignir alls | 4.008,7 | 4.136,4 | 4.173,2 | 4,1% |
Skuldir | 2.162,4 | 2.280,9 | 2.472,8 | 14,4% |
Skuldir vegna húsnæðis | 2.780,5 | 2.900,6 | 3.016,6 | 8,5% |
Vaxtagjöld vegna húsnæðis | 169,0 | 173,7 | 179,0 | 5,9% |
Hjón og sambýlisfólk, með börn | ||||
Eignir alls | 8.959,2 | 9.251,1 | 9.872,3 | 10,2% |
Skuldir | 5.183,3 | 5.549,8 | 5.914,7 | 14,1% |
Skuldir vegna húsnæðis | 4.377,1 | 4.610,1 | 4.769,4 | 9,0% |
Vaxtagjöld vegna húsnæðis | 290,5 | 302,2 | 309,2 | 6,4% |
Hjón og sambýlisfólk, barnlaus | ||||
Eignir alls | 11.858,8 | 12.375,7 | 13.166,3 | 11,0% |
Skuldir | 3.108,8 | 3.391,8 | 3.695,1 | 18,9% |
Skuldir vegna húsnæðis | 2.932,9 | 3.077,7 | 3.019,9 | 3,0% |
Vaxtagjöld vegna húsnæðis | 211,2 | 217,9 | 213,1 | 0,9% |
Taflan sýnir að meðalskuldir einstæðra foreldra eru óneitanlega háar miðað við tekjur þeirra og í samanburði við aðrar fjölskyldugerðir. Þá eru eignir umfram skuldir litlar. Líkleg skýring á þessu er að umtalsverður fjöldi einstæðra foreldra býr í félagslegu íbúðarhúsnæði en til kaupa á þeim hafa fengist lán sem bæði eru hærri og veitt til lengri tíma en almenn fasteignalán. Þetta kann að skýra að einhverju leyti skuldastöðu einstæðra foreldra. Hins vegar eru ekki til tölur er sýna nákvæman fjölda einstæðra foreldra sem eiga félagslegar eignaríbúðir eða kaupleiguíbúðir skv. 36. gr. laga um Húsnæðisstofnun, nr. 97/1993 ásamt síðari breytingum. Þau lög hafa þó fallið úr gildi með tilkomu nýrra laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, en um meðferð slíkra íbúða, lánveitingar, réttarstöðu aðila, samskipti við fram
10. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga við einstæða foreldra.
Hagstofa Íslands safnar ítarlegum upplýsingum um fjármál sveitarfélaga. Meðal annarra upplýsinga sem Hagstofan safnar eru tölur um fjárhagsaðstoð og eru þær tölur greindar eftir heimilisgerð. Síðustu tölur Hagstofunnar taka til ársins 1997. Þróun áranna 1994 til 1997 er sýnd í eftirfarandi töflu. Upplýsingar frá árunum 1998 og 1999 liggja ekki enn fyrir.
Tafla 13. Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga eftir fjölskyldugerðum 1994–97.
Alls | Höfuðborgarsvæðið | Önnur sveitarfélög með 400 eða fleiri íbúa | Fjöldi fjöl
|
|||
Alls | Reykjavík | Önnur sveitarfélög | ||||
1994 | ||||||
Alls fjölskyldur/heimili | 100 | 100 | 100 | 100 | 100 | |
Einstæðir karlar með börn | 2,0 | 1,8 | 1,9 | 1,5 | 2,5 | (106 ) |
Einstæðir karlar án barna | 36,0 | 39,1 | 42,0 | 29,1 | 24,6 | (1.943 ) |
Einstæðar konur með börn | 26,5 | 24,4 | 21,8 | 33,8 | 34,1 | (1.431 ) |
Einstæðar konur án barna | 17,6 | 19,0 | 20,2 | 14,9 | 12,7 | (951 ) |
Hjón/sambýlisfólk með börn | 13,0 | 10,7 | 9,2 | 16,0 | 21,1 | (700 ) |
Hjón/sambýlisfólk, barnlaus | 4,9 | 4,9 | 4,9 | 4,8 | 5,1 | (266 ) |
Fjöldi fjölskyldna/heimila | (5.397 ) | (4.235 ) | (3.293 ) | (942 ) | (1.162 ) | (5.397 ) |
1995 | ||||||
Alls fjölskyldur/heimili | 100 | 100 | 100 | 100 | 100 | |
Einstæðir karlar með börn | 1,5 | 1,4 | 1,4 | 1,1 | 1,8 | (88 ) |
Einstæðir karlar án barna | 38,6 | 41,3 | 43,5 | 33,0 | 28,0 | (2.324 ) |
Einstæðar konur með börn | 27,2 | 25,3 | 23,3 | 32,9 | 35,0 | (1.638 ) |
Einstæðar konur án barna | 17,2 | 18,5 | 19,4 | 15,2 | 12,1 | (1.035 ) |
Hjón/sambýlisfólk með börn | 10,8 | 8,8 | 7,7 | 13,3 | 18,6 | (650 ) |
Hjón/sambýlisfólk, barnlaus | 4,7 | 4,7 | 4,7 | 4,6 | 4,5 | (281 ) |
Fjöldi fjölskyldna/heimila | (6.016 ) | (4.807 ) | (3.800 ) | (1.007 ) | (1.209 ) | (6.016 ) |
1996 | ||||||
Alls fjölskyldur/heimili | 100 | 100 | 100 | 100 | 100 | |
Einstæðir karlar með börn | 2,1 | 2,2 | 1,2 | 6,5 | 1,9 | (122 ) |
Einstæðir karlar án barna | 37,8 | 41,1 | 43,6 | 30,3 | 26,2 | (2.197 ) |
Einstæðar konur með börn | 25,2 | 22,7 | 22,1 | 25,6 | 34,0 | (1.465 ) |
Einstæðar konur án barna | 20,4 | 22,2 | 21,7 | 24,3 | 14,2 | (1.187 ) |
Hjón/sambýlisfólk með börn | 9,0 | 6,5 | 5,9 | 9,0 | 17,9 | (524 ) |
Hjón/sambýlisfólk, barnlaus | 5,4 | 5,3 | 5,5 | 4,3 | 5,9 | (316 ) |
Fjöldi fjölskyldna/heimila | (5.811 ) | (4.531 ) | (3.679 ) | (852 ) | (1.280 ) | (5.811 ) |
1997 | ||||||
Alls fjölskyldur/heimili | 100 | 100 | 100 | 100 | 100 | |
Einstæðir karlar með börn | 1,7 | 1,7 | 1,6 | 2,2 | 1,6 | (96 ) |
Einstæðir karlar án barna | 36,9 | 40,4 | 42,5 | 31,1 | 25,4 | (2.082 ) |
Einstæðar konur með börn | 29,8 | 27,9 | 27,5 | 29,7 | 36,0 | (1.684 ) |
Einstæðar konur án barna | 17,7 | 18,6 | 18,8 | 17,5 | 14,9 | (1.000 ) |
Hjón/sambýlisfólk með börn | 8,8 | 6,5 | 5,1 | 13,2 | 15,9 | (495 ) |
Hjón/sambýlisfólk, barnlaus | 5,1 | 4,8 | 4,5 | 6,4 | 6,1 | (289 ) |
Fjöldi fjölskyldna/heimila | (5.646 ) | (4.310 ) | (3.528 ) | (782 ) | (1.336 ) | (5.646 ) |
Skýring: Til ársins 1995 var aðeins leitað upplýsinga um fjölda viðtakenda fjárhagsaðstoðar hjá sveitar
Heimild: Hagstofa Íslands.
Á árunum 1994–97 hefur einstæðum foreldrum sem eru viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á landinu öllu fjölgað úr 28% af heildarfjölda þeirra sem fá slíka aðstoð, eða úr 1.537 fjölskyldum/heimilum, í 31,5% árið 1997, eða 1.780 fjölskyldur/heimili. Hefur fjölgun
Enn fremur fjölgar einstæðum foreldrum sem viðtakendum fjárhagsaðstoðar á árunum 1994–97 meira en heildarfjölgun viðtakenda eða um 243 fjölskyldur/heimili á móti 159 fjöl
Á umræddu tímabili hefur hjónum eða sambýlisfólki með börn fækkað um 4,2% eða um 205 fjölskyldur/heimili. Er mesta fækkunin á landsbyggðinni, eða um 5%, en svipuð fækkun hefur orðið á höfðuborgarsvæðinu.
11. Fjárhagsaðstoð við einstæða foreldra.
a. Barnabætur.
Breyting var gerð á barnabótum árið 1998 samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, sbr. lög nr. 65/1997. Með þeirri aðgerð urðu barnabætur tengdar tekjum og eign
Tafla 14. Barnabætur einstæðra foreldra 1998.*
(Ársgreiðslur í þús. kr.)
Hlutfall einstæðra foreldra | Meðalbarnabætur | |
Karlar | 90,9% | 134,2 |
Konur | 99,0% | 219,6 |
Samtals | 98,5% | 214,7 |
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
b. Húsaleigubætur.
Félagsmálaráðuneytið hefur látið taka saman upplýsingar um fjölskyldugerð viðtakenda húsaleigubóta. Þar kemur fram að langflestir bótaþegar eru einhleypir, eða um helmingur bótaþega. Einstæðir foreldrar eru um þriðjungur og hefur hlutfall þeirra hækkað með árun
Tafla 15. Fjölskyldugerð bótaþega á árunum 1995–99
á öllu landinu í tilteknum mánuðum.
Fjölskyldugerð bótaþega | ágúst 1995 |
júlí 1996 |
mars 1997 |
mars 1998 |
maí 1999 |
Einhleypir (kk/kvk) |
859 (47%) 47%/53% |
1.146 (50%) 52/48% |
1.322 (54%) 52%/48% |
1.386 (52%) 42%/58% |
2.080 (53%) 40%/60% |
Einstæðir foreldrar (kk/kvk) | 430 (23%) 3%/97% |
577 (25%) 5%/95% |
513 (21%) 3%/97% |
745 (28%) 2%/98% |
1.215 (31%) 4%/96% |
Giftir/í sambúð (án barna/ með börn) |
547 (30%) 36%/64% |
569 (25%) 38%/62% |
603 (29%) 49%/51% |
553 (20%) 51%/49% |
617 (16%) 45%/55% |
Einstæðir feður hafa í gegnum árin verið mjög lítill hópur (innan við 20 manns) og eru aðeins 4% einstæðra foreldra. Hins vegar hefur einstæðum feðrum fjölgað mjög undanfarið þar sem í ár eru 44 einstæðir feður meðal bótaþega, sem er mikil fjölgun frá fyrri árum.
Giftir eða í sambúð eru hlutfallslega fleiri með börn en voru á árunum 1997–98 en þá voru hópar giftra eða í sambúð, hvort sem var með börn á framfæri eða ekki, jafnstórir. Fyrstu árin var hlutfall giftra eða í sambúð með börn hins vegar mun hærra en hinna og þrátt fyrir að hlutfall giftra eða í sambúð með börn hækki nú nær það ekki því sem það var 1995 og 1996.
Upplýsingar fengust einnig um viðtakendur húsaleigubóta í Reykjavík. Af þeim 3.285 borgarbúum sem fengu bætur árið 1997 voru 733 einstæðir foreldrar, eða 22,3%. Í fyrra fjölgaði einstæðum foreldrum sem fengu bætur verulega og voru 961 af 3.478 og var hlutfall þeirra af heildinni 27,6%. Til samanburðar má nefna að þann 31. desember 1997 bjó 4.501 einstætt foreldri í Reykjavík. Samkvæmt þessu fá 15–20% einstæðra foreldra í Reykjavík húsaleigubætur.
c. Námslán.
Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna var heildarfjöldi lánþega 5.938 fyrir skólaárið 1997–98 en þar af voru 544 einstæðir foreldrar, eða um 9% allra þeirra sem fengu námslán á tímabilinu. Ekki lágu fyrir tölur um fjölda lánþega fyrir skólaárið 1998–99.
d. Bætur frá Tryggingastofnun ríkisins.
Tafla 16 sýnir greiðslur til einstæðra foreldra frá Tryggingastofnun ríkisins. Ekki eru fyrir
Tafla 16. Greiðslur frá Tryggingastofnun til einstæðra foreldra 1997.
(Ársgreiðslur í þús. kr.)
Hlutfall einstæðra foreldra | Meðalgreiðslur | |
Karlar | 27,8% | 133,0 |
Konur | 49,6% | 173,4 |
Samtals | 48,2% | 172,0 |
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
12. Meðalskattgreiðslur einstæðra foreldra 1997 og 1998.
Eftirfarandi töflur sýna meðalskattgreiðslur einstæðra foreldra. Þessar upplýsingar eru fengnar úr álagningarskrám og gefa mynd af sköttum og bótum einstæðra foreldra fyrir árin 1997 og 1998. Í töflunum er einstæðum foreldrum raðað í tíundir í vaxandi röð eftir sköttum að frádregnum bótum. Töflur 17 og 18 sýna meðalgreiðslur og meðalbætur einstæðra foreldra í hverri tíund.
Tafla 17. Meðalskattgreiðslur og meðalbætur einstæðra foreldra fyrir árið 1997.
Kr. Tíund* |
Tekju
|
Tekju
|
Eignar
|
Tekju- og eignarskattur, samtals | Barna
|
Vaxta
|
Samtals skattar (-bætur) |
I | 703.431 | 34.831 | 61 | 34.892 | 495.058 | 114.739 | -574.905 |
II | 748.352 | 49.239 | 305 | 49.544 | 310.460 | 85.401 | -346.316 |
III | 918.244 | 97.152 | 724 | 97.876 | 246.667 | 88.006 | -236.797 |
IV | 522.540 | 14.362 | 109 | 14.471 | 174.626 | 9.724 | -169.879 |
V | 925.899 | 87.780 | 738 | 88.518 | 184.307 | 39.767 | -135.555 |
VI | 1.078.377 | 150.009 | 837 | 150.846 | 173.982 | 44.968 | -68.104 |
VII | 1.223.920 | 211.614 | 1.550 | 213.163 | 158.626 | 43.601 | 10.936 |
VIII | 1.472.730 | 308.902 | 3.855 | 312.757 | 145.407 | 52.228 | 115.123 |
IX | 1.766.812 | 428.457 | 7.820 | 436.277 | 120.993 | 44.400 | 270.884 |
X | 2.802.205 | 848.394 | 15.906 | 864.299 | 71.130 | 38.335 | 754.835 |
Samtals | 1.216.405 | 223.132 | 3.192 | 226.323 | 208.029 | 56.096 | -37.802 |
Fjöldi alls | 8.306 | Fjöldi skattlausra og með neikvæða álagningu | 5.311 |
Heimild: Ríkisskattstjóri.
Tafla 18. Meðalskattgreiðslur og meðalbætur einstæðra foreldra fyrir árið 1998.
Kr. Tíund* |
Tekju
|
Tekju
|
Eignar
|
Tekju- og eignarskattur, samtals | Barna
|
Vaxta
|
Samtals skattar (-bætur) |
I | 743.465 | 41.296 | 213 | 41.509 | 494.315 | 119.730 | -572.536 |
II | 779.544 | 54.041 | 168 | 54.208 | 311.149 | 87.774 | -344.715 |
III | 940.622 | 99.642 | 333 | 99.975 | 246.714 | 76.518 | -223.258 |
IV | 652.393 | 33.419 | 200 | 33.619 | 183.968 | 18.991 | -169.340 |
V | 1.029.730 | 118.789 | 695 | 119.483 | 190.163 | 43.858 | -114.537 |
VI | 1.188.649 | 176.627 | 1.623 | 178.250 | 168.669 | 44.554 | -34.973 |
VII | 1.411.783 | 266.026 | 2.379 | 268.405 | 164.278 | 46.737 | 57.390 |
VIII | 1.687.720 | 374.048 | 3.516 | 377.564 | 146.014 | 50.800 | 180.750 |
IX | 2.052.068 | 514.661 | 6.715 | 521.376 | 120.281 | 48.653 | 352.442 |
X | 3.133.018 | 930.830 | 20.091 | 950.921 | 58.483 | 33.751 | 858.687 |
Samtals | 1.360.989 | 260.599 | 3.586 | 264.185 | 208.541 | 57.161 | -1.517 |
Fjöldi alls | 8.720 | Fjöldi skattlausra og með neikvæða álagningu | 5.154 |
Heimild: Ríkisskattstjóri.
Árið 1997 voru tekju- og eignarskattar einstæðra foreldra að jafnaði rúmlega 226 þús. kr. Barnabætur til þeirra voru að meðaltali um 208 þús. kr. og vaxtabætur um 56 þús. kr. Bætur voru þannig um 38 þús. kr. umfram álagða skatta. Á árinu 1998 voru skattar að meðaltali um 264 þús. kr. en bætur að jafnaði tæplega 266 þús. kr. eða lítið eitt hærri en álagðir skattar.
Af 8.306 einstæðum foreldrum 1997 fengu 5.311, eða um 64%, greiddar hærri bætur en því sem nam skattgreiðslum þeirra. Á árinu 1998 voru 5.154 af 8.720, eða um 59%, með hærri bætur en sem nam skattgreiðslum.
13. Mæðralaun.
Verulegar breytingar hafa verið gerðar á aðstoð hins opinbera við einstæða foreldra á undanförnum 5–10 árum. Hér er um að ræða mæðra- og feðralaun auk barnabóta. Nauðsyn
Með lögum nr. 104/1992 voru mæðralaun lækkuð en á móti var barnabótaauki hækkaður. Jafnframt var lágmarksfjárhæð meðlaga (barnalífeyrir) hækkuð. Þessi aðgerð miðaði að því að draga úr stuðningi hins opinbera en auka á móti greiðslur þess foreldris sem ekki er fram
Í frumvarpi að framangreindum lögum var gert ráð fyrir að mæðralaun vegna eins barns mundu falla niður. Frá því var horfið í meðförum Alþingis og kváðu lögin á um að mæðra
Þá hafa verið gerðar miklar breytingar á barnabótum til einstæðra foreldra. Frá 1988 voru tvenns konar bætur greiddar í gegnum skattkerfið til framfærslu barna. Barnabætur voru greiddar án tillits til tekna framfæranda barns en tóku mið af aldri barna sem og fjölda þeirra. Hin greiðslan var barnabótaauki, sem tekinn var upp árið 1988, og var tengd tekjum og eign
Fram til 1993 kváðu lög á um að barnabætur til einstæðra foreldra skyldu ætíð vera tvö
Í eftirfarandi töflu eru teknar saman meðlagsgreiðslur og greiðslur frá ríkinu til einstæðra foreldra árin 1992–98, annars vegar fyrir einstæða foreldra með eitt barn og með tvö börn hins vegar. Miðað er við foreldri sem fær óskertar barnabætur auk lágmarksmeðlags. Í síðustu dálkunum eru greiðslurnar í heild reiknaðar á föstu verðlagi 1998 sem sýnir að kaupmáttur þessara greiðslna lækkar samfellt frá 1992 en eykst á ný árið 1998.
Tafla 19. Greiðslur til einstæðra foreldra með eitt barn.
(Kr. á mánuði.)
Meðlag |
Mæðralaun |
Barna |
Barnabóta |
Samtals |
Samtals, verðlag 1998 | ||
Kr. | Vísitala | ||||||
1992 | 7.509 | 4.706 | 5.560 | 7.469 | 25.244 | 28.704 | 109 |
1993 | 10.300 | 1.000 | 5.581 | 8.199 | 25.080 | 27.397 | 104 |
1994 | 10.300 | 1.000 | 5.653 | 8.210 | 25.163 | 27.084 | 103 |
1995 | 10.712 | 1.040 | 5.778 | 8.416 | 25.946 | 27.459 | 104 |
1996 | 10.794 | 0 | 5.802 | 8.416 | 25.012 | 25.887 | 98 |
1997 | 11.349 | 0 | 5.802 | 8.416 | 25.567 | 25.992 | 98 |
1998 | 12.205 | 0 | 14.218 | 0 | 26.423 | 26.423 | 100 |
Tafla 20. Greiðslur til einstæðra foreldra með tvö börn,
a.m.k. annað yngra en sjö ára.
(Kr. á mánuði.)
Meðlag | Mæðralaun | Barna
|
Barnabóta
|
Samtals | Samtals, verðlag 1998 | ||
Kr. | Vísitala | ||||||
1992 | 15.018 | 12.329 | 11.142 | 14.937 | 53.426 | 60.750 | 102 |
1993 | 20.600 | 5.000 | 14.023 | 16.398 | 56.021 | 61.196 | 103 |
1994 | 20.600 | 5.000 | 14.122 | 16.420 | 56.142 | 60.428 | 102 |
1995 | 21.423 | 5.200 | 14.456 | 16.832 | 57.911 | 61.287 | 103 |
1996 | 21.588 | 3.144 | 14.485 | 16.832 | 56.049 | 58.011 | 98 |
1997 | 22.698 | 3.348 | 14.485 | 16.832 | 57.364 | 58.318 | 98 |
1998 | 24.410 | 3.555 | 31.317 | 0 | 59.282 | 59.282 | 100 |
14. Stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum einstæðra foreldra.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að meðal helstu markmiða hennar sé:
„Að styrkja fjölskylduna sem hornstein þjóðfélagsins og treysta samheldni hennar og vel
Ríkisstjórnin mun þannig fylgja fjölskylduvænni stefnu sem mun koma fjölskyldum í landinu til góða, þar á meðal einstæðum foreldrum. Meðal annars mun ríkisstjórnin beita sér fyrir aukinni samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Getur það falið í sér hvatningu til atvinnurekenda við að auka sveigjanleika við skipulagningu vinnu og vinnutíma þannig að foreldrar eigi auðveldara með að sinna fjölskyldu sinni. Kæmi slíkt sér ekki síst vel fyrir einstæða foreldra. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 156, um starfsfólk með fjölskylduábyrgð.
Eins og fram kemur í skýrslunni virðast tekjur einstæðra foreldra litast mjög af því að kon
Þá varð breyting á túlkun tryggingaráðs á 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 118/1993, með síðari breytingum, til þess að einhleypir lífeyrisþegar með börn á framfæri (einstæðir foreldrar), geta nú átt rétt á heimilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót. Alls getur þetta numið rúmum 20 þús. kr. á mánuði. Þarna er aðallega um að ræða öryrkja þótt þess séu dæmi að börn og ungmenni yngri en 18 ára búi hjá forráðanda á ellilífeyrisaldri.
Þessu til viðbótar má benda á að hækkanir á bótafjárhæðum almannatryggina, sem námu um einum milljarði króna á þessu ári umfram ákvarðanir sem fyrir lágu um afgreiðslu fjárlaga ársins 1999, koma einstæðum foreldrum til góða með sambærilegum hætti og öðrum líf