Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 273  —  228. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 3. mgr. hljóðar svo: Gjald fyrir veiðikort skal vera 1.900 kr. á ári.
     b.      4. mgr. hljóðar svo:
                  Þeir sem stunda veiðar á villtum dýrum skulu hafa tekið próf um villt dýr og um hverfi þeirra og í hæfni til veiða. Veiðistjóri heldur námskeið til undirbúnings hæfnis prófum. Veiðistjóra er heimilt að innheimta gjald fyrir töku prófs um villt dýr og um hverfi þeirra og í hæfni til veiða og fyrir námskeið til undirbúnings prófunum. Gjöld skulu aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu. Ráðherra setur að fengnum tillögum veiðistjóra gjaldskrá fyrir próf og námskeið til undirbúnings hæfnisprófum.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpinu er lagt til að hækka gjald fyrir veiðikort og að lögbinda upphæð þess. Einnig er lögð til sú breyting að allir verðandi veiðimenn verði skyldaðir til að taka próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða. Auk þess er lögð sú skylda á veiðistjóra að halda námskeið til undirbúnings hæfnisprófunum.
    Í a-lið 1. gr. er lagt til að gjald fyrir veiðikort verði hækkað um 300 kr., annars vegar í samræmi við framfærsluvísitölu, en sú hækkun nemur um 100 kr. frá því að gjald fyrir veiðikort var síðast hækkað 1. janúar 1998 í samræmi við heimild í lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, og fram á næsta ár, og hins vegar um 200 kr. hækkun sem mun fara til rannsókna á rjúpnastofninum í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar þess efnis að 4 millj. kr. verði lagðar í rannsóknir á rjúpna stofninum á næstu tveimur árum. Að tveimur árum liðnum munu þessir fjármunir fara í veiðikortasjóð og nýtast til rannsókna á öðrum villtum fuglum og villtum spendýrum. Fjár munir veiðikortasjóðs til rannsókna á villtum dýrum hafa nýst mjög vel og hafa þær aukist verulega með tilkomu hans. Fjármunir sjóðsins hafa þó ekki dugað til rannsókna á öllu sem nauðsynlegt er að rannsaka til þess að hægt sé að segja með vissu fyrir um ástand stofna villtra dýra og meta veiðiþol þeirra. Miðað við núverandi fjölda endurnýjaðra veiðikorta mun þessi hækkun auka tekjur veiðikortasjóðs um 2 millj. kr.
    Annars staðar á Norðurlöndum er gjald fyrir veiðikort nokkuð hærra en hér. Veiðikort í Svíþjóð kostar 200 sænskar krónur, í Danmörku 355 danskar krónur, í Finnlandi 120 finnsk mörk og í Noregi kostar veiðikort 210 norskar krónur.
    Lagt er til að fallið verði frá því að gjald fyrir veiðikort sé þjónustugjald, enda eru þeir fjármunir sem koma inn fyrir veiðikort einnig ætlaðir í annað en að gefa út veiðikort, t.d. að standa undir kostnaði við rannsóknir á villtum dýrum.
    Í b-lið 1. gr. er lögð til sú breyting að allir veiðimenn verði skyldaðir til, áður en þeir fá útgefið veiðikort í fyrsta sinn, að taka próf um villt dýr og umhverfi þeirri og í hæfni til veiða en samkvæmt lögunum er ráðherra heimilt að kveða á um prófskyldu. Betra þykir að kveðið sé á um þetta afdráttarlaust. Einnig er lagt til að veiðistjóra verði skylt að halda hæfnisnám skeið. Hversu oft þau eru haldin ræðst af þátttöku. Veiðstjóra er heimilt að semja við aðra að ila um námskeiðahald sem eru til þess hæfir að mati embættisins. Ekki þykir rétt að gera það að skyldu að verðandi veiðimenn sæki slík námskeið því að hver og einn verður að gera það upp við sig áður en til prófs kemur hvort hann telji sig hafa nægjanlega þekkingu til að undir gangast próf.
    Gerð er tillaga um að lagt verði á þjónustugjald til að standa undir kostnaði við próf og námskeiðahald. Slík gjöld skulu aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu og er lagt til að ráðherra setji gjaldskrá fyrir próf og námskeið til undirbúnings hæfnisprófum, að fengnum tillögum veiðistjóra.Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994,


um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.


    Tilgangur frumvarpsins er tvíþættur: Annars vegar að hækka gjald fyrir veiðikort úr 1.600 kr. í 1.900 kr. en í lögum nr. 64/1994 er heimiluð gjaldtaka að hámarki 1.500 kr. sem tekur mið af breytingum framfærsluvísitölu. Í ár var gjaldið 1.600 kr. Áætlað er að þetta auki tekjur veiðikortasjóðs um 2 m.kr. Hins vegar er tilgangur frumvarpsins að skylda alla veiðimenn til að taka próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða. Einnig er veiðistjóra skylt að halda námskeið til undirbúnings hæfnisprófum.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs þar sem ætla má að auknar tekjur af veiðikorti renni til rannsókna og stýringar á stofnum villtra dýra og gert er ráð fyrir að veiðistjóra sé heimilt að taka gjald fyrir próftöku og þátt töku í námskeiðum til undirbúnings hæfnisprófum.