Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 274  —  99. mál.
Svarfélagsmálaráðherra við fyrirspurn Sighvats Björgvinsssonar um þörf á byggingu leiguíbúða.

     1.      Hvaða upplýsingar liggja fyrir um mat sveitarfélaga og félagasamtaka á þörf á byggingu leiguíbúða?
    Samkvæmt gildandi lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, skipaði félagsmálaráðherra í ágúst 1998 nefnd til að gera úttekt á leigumarkaði hér á landi og kanna þörf fyrir leiguíbúðir næstu ár, í samráði við fulltrúa sveitarfélaga, aðra félagslega byggingaraðila, ASÍ og BSRB. Nefndinni var jafnframt falið að meta nauðsyn þess að gera breytingar á húsaleigulögum.
    Í starfi nefndarinnar varð strax augljós nauðsyn þess að afla upplýsinga um leigumarkað inn. Lá beinast við að gera könnun meðal félagslegra framkvæmdaraðila, þ.e. sveitarfélaga og félaga sem eiga og reka leiguíbúðir. Ákveðið var að senda út spurningalista með óskum um upplýsingar um stöðu og horfur í leiguíbúðamálum ásamt spurningum um hvaða áhrif ný lög nr. 44/1998, um húsnæðismál, hefðu varðandi leiguíbúðir. Nefndin vann spurningalista annars vegar fyrir sveitarfélög og hins vegar félagasamtök. Um miðjan október 1998 sendi nefndin öllum sveitarfélögum landsins spurningalista með ósk um svör fyrir 15. desember 1998. Í nóvember 1998 var félögum og félagasamtökum sem eiga og reka leiguíbúðir send spurningaskrá í sama augnamiði. Reyndin varð sú að töluvert lengri tíma tók að safna svörum saman en ráðgert var í upphafi.
    Nú er verið að leggja síðustu hönd á greinargerð um þessa viðamiklu könnun. Einnig er unnið að samantekt um almennan leigumarkað sem byggist m.a. á upplýsingum úr nýlegri könnun Hagstofu Íslands. Nokkrar tafir hafa orðið á aðgengi að gögnum frá Hagstofu. Niður stöðurnar verða góður grunnur að framtíðarstefnumótun varðandi leiguíbúðir og leigumarkað.
    Í könnuninni er m.a spurt um biðlista eftir leiguhúsnæði. Eðli málsins samkvæmt verður að taka upplýsingar um biðlista með fyrirvara. Hugsanlegt er að þeir sem eru á biðlistum hafi þegar fengið viðunandi úrræði eða séu skráðir á fleiri en einum stað. Upplýsingar um biðlista gefa hins vegar ákveðna og mikilvæga vísbendingu um þörfina. Meginniðurstöður eru þær að mikil þörf er talin á því að efla leigumarkaðinn í Reykjavík og stærri sveitarfélögum í ná grenni hennar.
    Nefndin, sem er m.a. skipuð fulltrúum frá ASÍ, BSRB, Samtökum sveitarfélaga og tveim ur fulltrúum félagslegra framkvæmdaraðila, vinnur nú að endanlegri tillögugerð sem mun ljúka alveg á næstunni.

     2.      Hverjir eru það fyrst og fremst, t.d. flokkað eftir tekjum, fjölskyldustærð og atvinnu, sem háðir eru framboði á leiguhúsnæði til þess að uppfylla húsnæðisþarfir sínar og hver er staða þeirra nú í húsnæðismálum?
    Könnun nefndarinnar á þörf nær eingöngu til félagslegra framkvæmdaraðila, þ.e. sveitar félaga og félagasamtaka sem eiga og reka félagslegar leiguíbúðir. Þessar leiguíbúðir eru fyrst og fremst ætlaðar láglaunafólki og fólki sem býr við erfiðar félagslegar aðstæður. Réttur til leiguíbúða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka er bundinn skilyrðum um tekju- og eignarmörk og félagslegar aðstæður umsækjanda. Það kemur því ekki á óvart að sveitarfélög og félagasamtök nefna oftast einstæða foreldra, barnafjölskyldur, öryrkja og námsmenn sem þá hópa sem séu í mestri þörf fyrir félagslegar leiguíbúðir. Þá er einnig augljóst að fólk sem orðið hefur fyrir fjárhagslegum áföllum og breytingum á félagslegum aðstæðum er í brýnni þörf fyrir félagslegar leiguíbúðir.

     3.      Hver er lánsfjárþörfin svo að fullnægja megi eftirspurn eftir leiguhúsnæði í samræmi við mat sveitarfélaga og félaga sem annast byggingu og rekstur slíks húsnæðis og hvern ig hyggst ríkisstjórnin mæta þeirri þörf?
    Í byrjun árs bárust umsóknir til Íbúðalánasjóðs frá 14 sveitarfélögum um samtals 272 leiguíbúðir og frá 11 félagasamtökum um samtals 296 íbúðir, eða alls 568 íbúðir. Stjórn Íbúðalánasjóðs ákvað að veita samtals tæplega 1.790 millj. kr. til 456 leiguíbúða á árinu. Nær allar óskir sveitarfélaga voru uppfylltar og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fengu umbeðn ar lánsheimildir.
    Aldrei áður hefur félagslegum framkvæmdaraðilum staðið til boða jafnmikið lánsfé til að byggja eða kaupa leiguíbúðir. Tímabilið 1991–97 voru að meðaltali veitt um 270 lán á ári og eru þá kaupleiguíbúðir, bæði almennar og félagslegar, teknar með en þeim hefur mörgum hverjum verið breytt í eignaríbúðir. Í ársbyrjun voru húsaleigubætur hækkaðar um 13% en þær höfðu verið óbreyttar frá árinu 1995. Tekjuskerðing var lækkuð úr 2% í 1% og frítekju mark hækkað í 1600.000 kr. á ári.
    Á yfirstandandi ári hefur verið mikil þensla í byggingariðnaði, á fasteignamarkaði og leigumarkaði á ákveðnum svæðum. Byggingarkostnaður og fasteignaverð hafa hækkað. Ástæður þenslu og mikillar eftirspurnar eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru þær helstar að kaupmáttur hefur aukist mjög að undanförnu og aðflutningur umfram brottflutta til höfuð borgarsvæðisins hefur aldrei verið meiri en á þessu ári.
    Í félagsmálaráðuneytinu er nú unnið að langtímastefnumótun með það fyrir augum að efla leigumarkað og styrkja stöðu leigjenda. Framtíð húsaleigumála þarf að vera hluti af heildar sýn í húsnæðis- og byggðamálum. Nefnd um leiguíbúðir mun skila niðurstöðum á næstunni og verða þær grundvöllur stefnumótunarinnar.