Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 275  —  229. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Flm.: Guðjón A. Kristjánsson.


                   

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
             Heimilt er að veiða 2% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar, síldar, úthafsrækju, innfjarðarrækju og hörpudisks, enda dregst sá umframafli frá við úthlutun næsta árs til viðkomandi fiskiskips í sömu fisktegund.
     b.      2., 4. og 5. mgr. falla brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með því að fella áðurnefndar málsgreinar út úr lögunum er tekið á því vandamáli sem fylgt hefur tegundatilfærslum á undanförnum árum þar sem útgerðin hefur í reynd búið sér til sjálftökukvóta langt umfram leyfilegan úthlutaðan fiskikvóta af viðkomandi fisktegund. Svo rammt hefur kveðið að þessu að haldið hefur verið uppi miklu meira veiðiálagi á karfa stofna, svo dæmi sé tekið, en úthlutað var árum saman af þessari fisktegund. Þessi ofveiði sem stórútgerðin hefur haldið uppi á karfa með þessu tegundaflakki sést best í meðfylgjandi töflu frá Fiskistofu sem sýnir að fisktegundir bátaflotans næst ströndinni hafa verið notaðar til framleiðslu á karfakvóta.
    Þetta kvótahopp hefur í mörg ár, eins og sést í töflunni, orðið til þess að hér við land hefur verið haldið uppi ofveiði á karfastofninum. Mjög margir skipstjórnarmenn hafa einmitt varað við þessu á undanförnum árum, svo og samtök þeirra eins og Farmanna- og fiskimanna samband Íslands.
Fylgiskjal.


Fiskistofa:

Leyfilegur heildarafli, tegundatilfærslur1 aflamarks og heildarafli á fiskveiðiárunum 1992/93–1998/99. Botnfisktegundir.

(Tölur fyrir tegundatilfærslu aflamarks eru nettótölur. Allar tölur miðast við lestir og óslægðan afla þar sem það á við.


Aflatölur fiskveiðiársins 1998/99 eru bráðabirgðatölur)

Fiskveiðiárið 1992/93 Fiskveiðiárið 1993/94 Fiskveiðiárið 1994/95 Fiskveiðiárið 1995/96
Leyfil. heildar afli skv. rgl. Tegunda tilfærsla 1 Heildarafli allra skipa Leyfil. heildar afli skv. rgl. Tegunda tilfærsla 1 Heildarafli allra skipa Leyfil. heildar afli skv. rgl. Tegunda tilfærsla 1 Heildarafli allra skipa Leyfil. heildar afli skv. rgl. Tegunda tilfærsla 1 Heildarafli allra skipa
Þorskur 205.000 -597 240.808 155.000 -44 196.929 155.000 -93 164.113 155.000 -75 169.768
Ýsa 65.000 -5.226 48.029 65.000 -3.306 56.171 65.000 -2.159 60.528 60.000 -2.985 53.914
Ufsi 92.000 -3.666 76.062 85.000 -5.154 66.620 75.000 -7.504 49.919 70.000 -12.214 40.547
Karfi 104.000 6.756 103.325 90.000 8.216 93.299 77.000 13.260 91.146 65.000 11.281 78.369
Steinbítur - - 12.384 - 0 13.322 - - 12.280 - - 15.179
Grálúða 30.000 5.750 34.717 30.000 2.002 28.420 30.000 -1.031 26.499 20.000 -276 22.371
Skarkoli 13.000 598 12.764 13.000 378 12.465 13.000 -217 11.320 13.000 -445 11.197
Langlúra - - 1.658 - - 1.771 - - 1.642 - - 1.699
Sandkoli - - 3.313 - - 4.676 - - 5.626 - - 6.792
Skrápflúra - - 1.339 - - 1.560 - - 4.952 - - 6.109
Samtals 509.000 5.005 534.399 438.000 3.604 475.233 415.000 4.307 428.026 383.000 -1.601 405.945
Fiskveiðiárið 1996/97 Fiskveiðiárið 1997/98 Fiskveiðiárið 1998/99
Leyfil. heildar afli skv. rgl. Tegunda-tilfærsla1 Heildarafli allra skipa Leyfil. heildar afli skv. rgl. Tegunda-tilfærsla1 Heildarafli allra skipa Leyfil. heildar afli skv. rgl. Tegunda-tilfærsla1 Heildarafli allra skipa
Þorskur 186.000 -100 203.811 218.000 -123 227.757 250.000 -152 254.323
Ýsa 45.000 462 49.701 45.000 -4.698 37.799 35.000 -55 44.982
Ufsi 50.000 -15.826 37.368 30.000 -1.006 32.692 30.000 -1.080 30.778
Karfi 65.000 9.336 74.090 65.000 6.952 68.088 65.000 5.373 72.575
Steinbítur 13.000 -464 11.591 13.000 -1.687 11.766 13.000 -2.998 13.084
Grálúða 15.000 630 17.655 10.000 864 10.746 10.000 976 11.335
Skarkoli 12.000 -1.370 10.512 9.000 -678 8.238 7.000 -147 7.431
Langlúra 1.200 183 1.300 1.100 33 995 1.100 -16 1.157
Sandkoli - - 8.260 7.000 -8 6.032 7.000 -2.319 4.205
Skrápflúra - - 5.471 5.000 -453 3.413 5.000 -1.929 3.257
Samtals 387.200 -3.965 419.759 403.100 316 407.526 423.100 -1.568 443.126
1 Heimild aflamarksskipa til að veiða umfram aflamark af tiltekinni botnfisktegund skv. 1. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.

Á fiskveiðiárinu 1997/98 var stuðlum sem nota ber við umreikning á óslægðum þorsk-, ýsu- og ufsaafla í slægðan afla breytt úr 0,8 í 0,84.