Ferill 65. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 280  —  65. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um vöruhappdrætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga, nr. 18 22. apríl 1959.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helgu Friðfinnsdóttur og Ólaf Jóhannesson frá SÍBS. Þá bárust nefndinni umsagnir frá SÍBS.
    Í frumvarpinu er lagt til að heimild Sambands íslenskra berklasjúklinga til rekstrar vöru happdrættis verði framlengd um átta ár, þ.e. til ársoka 2007. Nefndin leggur enn fremur til ákveðnar breytingar á lagatextanum vegna úreltrar nafnanotkunar. Sambandið heitir í dag Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og leggur nefndin til að lögunum verði breytt til samræmis við það. Þá er vísað til vinnuheimilisins Reykjalundar í lögunum en nafni þess hefur verið breytt og heitir það nú Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð. Er einnig lögð til breyting vegna þessa. Við meðferð frumvarpsins hjá nefndinni komu fram eindregnar ósk ir um það frá forsvarsmönnum SÍBS að nafni vöruhappdrættisins yrði breytt í Happdrætti SÍBS, m.a. vegna þess að orðnotkunin „vöruhappdrætti“ þykir óþjál. Nefndin leggur til að orðið verði við því og heiti laganna verði lög um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Með þessari breytingu er ekki verið að breyta heimildum eða tilhögun á happdrættinu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 26. nóv. 1999.



Valgerður Sverrisdóttir,


varaform., frsm.


Ólafur Örn Haraldsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Katrín Fjeldsted.


Lúðvík Bergvinsson.


Ásta Möller.



Sverrir Hermannsson.


Hjálmar Jónsson.


Helga Guðrún Jónasdóttir.