Ferill 81. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 282  —  81. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 66/1995, um grunnskóla, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá menntamálaráðuneyti Þórunni Hafstein, Stefán Baldursson, Aðalstein Eiríksson og Margréti Harðardóttur. Þá komu á fund nefndarinnar Sigurjón Pétursson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Elna Katrín Jónsdóttir frá Hinu íslenska kennarafélagi og Guðrún Ebba Ólafsdóttir frá Kennarasambandi Íslands.
    Markmið með lagafrumvarpi þessu er tvíþætt. Í fyrsta lagi að koma á auknu valfrelsi í 9. og 10. bekk grunnskóla þannig að nemendur taki meiri ábyrgð á námi sínu í samræmi við nýja aðalnámskrá grunnskóla 1999. Í öðru lagi er í frumvarpinu lagt til að frestur til einsetn ingar grunnskóla verði framlengdur til 1. september 2004 í samræmi við óskir Sambands ís lenskra sveitarfélaga.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt án breytinga.
    Helga Guðrún Jónasdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. nóv. 1999.
Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Ólafur Örn Haraldsson.


Sigríður Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.Tómas Ingi Olrich.


Svanfríður Jónasdóttir,


með fyrirvara.


Árni Johnsen.Kolbrún Halldórsdóttir,


með fyrirvara.


Kristinn H. Gunnarsson.