Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 284  —  233. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands.

Flm.: Kristján Pálsson, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson,


Sturla D. Þorsteinsson, Einar K. Guðfinnsson,


Arnbjörg Sveinsdóttir, Halldór Blöndal.



    Alþingi ályktar að beina því til umhverfisráðherra að fela Veðurstofu Íslands að nota ís lensku hugtökin logn, hægur vindur, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass vindur, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður og fárviðri eins og við á í veðurlýsingum og veðurspám í ljósvaka- og prentmiðlum samhliða metrum á sekúndu þegar lýst er veður hæð.

Greinargerð.


    Þróun íslenskrar tungu og málnotkunar hefur orðið hröð á undanförnum árum og baráttan til að viðhalda henni í samkeppninni við erlend mál og alþjóðlegt tæknimál verið mikil. Komið hefur fram í þessu sambandi að í Háskóla Íslands er vaxandi tilhneiging til þess að fyrirlestrar skólans séu haldnir á ensku. Verndun málsins hefur þó tekist vel að mörgu leyti og hefur menntamálaráðuneytið unnið að því, m.a. með degi íslenskrar tungu.
    Íslensk veðurhugtök eiga sér jafnlanga sögu og landnámið og hafa að stofni til lítið breyst í aldanna rás. Veðurstofa Íslands hefur tekið upp þá nýbreytni að tala í veðurspám og veður lýsingum í ljósvakamiðlum um metra á sekúndu þegar veðurhæð er lýst. Gömlu íslensku orð in logn, hægur vindur, andvari o.s.frv. eru ekki lengur notuð í fjölmiðlum af starfsmönnum þessarar opinberu stofnunar. Skýringar á þessari nýbreytni hafa ekki verið sannfærandi held ur óljósar í meira lagi, enda ekkert sem bendir til að nauðsynlegt sé að fella þessi hugtök úr orðasafni Veðurstofunnar. Með þessari ákvörðun Veðurstofu Íslands er málfar Íslendinga þynnt út og íslensk tunga gerð fátæklegri og málvitund og málskilningur takmarkaðri. Ungt fólk elst ekki lengur upp við þessa orðnotkun og orðin verða svo aðeins til í orðabókum, öll um gleymd og grafin nema sérfræðingum. Lestur veðurfrétta og veðurspár í ljósvakamiðlum eru svo ríkur þáttur í daglegu lífi fólks að ef notkun orða er hætt þar er næsta víst að notkun þeirra leggist niður í daglegu tali.
    Markmið með þessari tillögu er að hvetja til þess að íslensk veðurhugtök verði notuð sam hliða alþjóðlegu einingakerfi til að lýsa veðurhæð. Lögð er áhersla á að viðhalda fjölbreyti leika íslenskrar tungu jafnframt notkun alþjóðlegra skilgreininga. Þau orð um veðurhæð sem nefnd eru í tillögunni eru skilgreind í bókinni Veður- og haffræði eftir Eggert Lárusson.