Ferill 142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 286  —  142. mál.
Svardómsmálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um mannshvörf síðan 1944.

    Óskað var umsagnar Hagstofu Íslands um fjölda mannshvarfa síðan 1944, sbr. 1. lið, en hún hafði ekki þessar upplýsingar. Þá var leitað til ríkislögreglustjóra um svör við fyrirspurn inni. Umsögn ríkislögreglustjóra um 1.–3. lið barst 26. nóvember sl. Jafnframt var leitað til dómstólaráðs varðandi upplýsingar um 4. lið og sendi ráðið dómstjórum héraðsdómstólanna fyrirspurn um hve oft dómstólar hafa dæmt í slíkum málum. Svör bárust frá héraðsdómi Reykjavíkur, héraðsdómi Norðurlands vestra, héraðsdómi Vesturlands, héraðsdómi Vest fjarða, héraðsdómi Suðurlands og héraðsdómi Reykjaness. Svarið er byggt á framangreindum umsögnum.

     1.      Hversu mörg óupplýst mannshvörf, ef frá eru talin sjómanna, hafa orðið síðan 1944, sundurliðað eftir áratugum þegar fólkið hvarf?
    Haukur Bjarnason, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, tók á sínum tíma saman upplýs ingar um horfna menn á árunum 1945–1990. Í maí á þessu ári var sett af stað hjá ríkislög reglustjóra vinna við heildarskrá yfir horfna menn. Þeirri vinnu er ekki lokið en samkvæmt bráðabirgðasamantekt eru horfnir menn á árunum 1945–1999 taldir vera 42. Þá eru undan skildir þeir sem hafa farist við störf á sjó. Skipting eftir áratugum er sem hér segir:

Tímabil Fjöldi
1945–1950
2
1951–1960
3
1961–1970
7
1971–1980
13
1981–1990
12
1991–1999
5
Samtals
42

     2.      Hve oft hefur lögreglan rannsakað mannshvörf sem hugsanleg sakamál (morðmál)?
    Í 3. tölul. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, er kveðið á um að rann sókn skuli fara fram svo sem tíðkast hefur út af mannshvörfum, þótt ekki liggi fyrir sérstakur grunur um refsivert atferli. Af þessu leiðir að í öllum tilfellum þegar lögreglan fær vitneskju um mannshvarf fer fram rannsókn. Upplýsingar um fjölda málanna liggja ekki fyrir og eru ekki aðgengilegar aftur til ársins 1944. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf að færa málaskrá í tölvu árið 1988. Önnur lögregluembætti hófu tölvuskráningu mála síðar og var tölvutenging um embættanna ekki lokið fyrr en í mars 1998. Áður voru málin skráð í bækur. Fara þyrfti í gegnum þær og yfirfara rannsóknargögn svo að svara mætti um afdrif málanna. Augljóst er að slík athugun tæki lögregluembættin 27 langan tíma. Því er að hluta til stuðst við minni lögreglumanna þegar nefnd eru þrjú mannshvörf sem „hugsanleg sakamál“. Um tvö þeirra er vísað í dómasafn Hæstaréttar í máli nr. 89/1980, svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þriðja mannshvarfið, frá árinu 1994, sætir enn rannsókn af hálfu lögreglunnar og er óupplýst.

     3.      Hve oft hefur lögreglan rannsakað mannshvörf vegna gruns um ólöglegt athæfi en látið mál niður falla?
    Með sama fyrirvara og getið er um að framan er hér um að ræða eitt mál frá árinu 1980. Tveimur mönnum var ráðinn bani um borð í skipi á sjó. Þóttu yfirgnæfandi líkur á því að hinn grunaði hefði í kjölfarið tekið líf sitt með því að fara fyrir borð. Var rannsókn málsins látin niður falla.

     4.      Hve oft hafa dómstólar dæmt í málum þar sem um er að ræða óupplýst mannshvarf?
    Í héraðsdómi Reykjavíkur hefur enginn úrskurður gengið um mannshvarf samkvæmt lög um nr. 44/1981, um horfna menn, síðan dómstóllinn tók til starfa 1. júlí 1992. Samkvæmt upplýsingum dómstjórans í héraðsdómi Reykjavíkur voru mál ekki skráð eftir efnisflokkum í borgardómi Reykjavíkur og því telur hann ógjörning að svara þessu frekar. Öll mál og málaskrár dómstólsins eru nú í vörslum Þjóðskjalasafnsins. Dómstjórinn upplýsir jafnframt að frá því að hann tók við störfum yfirborgardómara hafi þrívegis verið beðið um vitnaleiðsl ur vegna horfinna manna, skv. 103. gr. A laga nr. 85/1936, vegna tveggja manna árið 1988 og eins manns árið 1989. Þessar vitnaleiðslur fóru fram en mál voru ekki höfðuð. Ástæða þessara beiðna mun hafa verið sú að nauðsynlegt var að skipta búum hinna horfnu manna og heimilaði borgarfógeti skiptin eftir vitnaleiðslur af þessu tagi. Í þessum tilvikum virtist ekki nauðsynlegt að höfða mál.
    Samkvæmt upplýsingum dómstjórans í héraðsdómi Norðurlands vestra hefur enginn dóm ur verið kveðinn upp á grundvelli laga um horfna menn. Hins vegar hefur verið haldið sjó próf í vetur þar sem upplýst var að maður hefði fallið fyrir borð og heimilaði dómarinn skipti á dánarbúi hans.
    Í héraðsdómi Vesturlands hafa verið uppkveðnir þrír dómar í slíkum málum, 15. desember 1993, 16. mars 1995 og 24. júní 1998. Í öllum þessum dómum var viðurkennt að horfinn maður skyldi talinn látinn. Auk þessa hafa verið kveðnir upp þrír úrskurðir um að með bú horfins manns mætti fara sem látinn væri.
    Í héraðsdómi Vestfjarða er að finna tvö mál á skrá þar sem viðurkennt hefur verið að mað ur hafi farist. Ekki fengust nánari upplýsingar um þau mál.
    Hjá héraðsdómi Suðurlands hafa engin óupplýst mannshvörf sem fyrirspurnin lýtur að ver ið til meðferðar.
    Fyrir héraðsdómi Reykjaness hafa á síðustu sjö árum verið höfðuð þrjú mál þar sem krafist hefur verið dóms um að horfnir menn verði taldir látnir. Dómstóllinn getur því miður ekki veitt upplýsingar lengra aftur í tímann en frá árinu 1992. Umrædd mál eru frá 15. mars 1994, í máli nr. H-1/1993, 20. október 1997, í máli nr. H-1/1997, og 11. júní 1998, í máli nr. H-1/1998 (tveir einstaklingar).
    Hafði dómstólaráð ekki tök á að afla frekari upplýsinga um hversu oft dómstólar hafa dæmt í málum þar sem um er að ræða óupplýst mannshvörf frá árinu 1944.