Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 299  —  244. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um brunavarnir og brunamál, nr. 41/1992, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)



1. gr.

    Við 23. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu tekjur af brunavarnagjaldi umfram 87 millj. kr. renna í ríkissjóð á árinu 2000.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er lagt fram í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tekjur af brunavarnagjaldi á árinu 2000 skuli ekki renna að öllu leyti til Brunamálastofnunar ríkisins. Skv. lögum nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál, má brunavarnagald nema allt að 0,045 prómillum af vátryggingarfjárhæð brunatrygginga fasteigna og lausafjár. Ekki er þó innheimt brunavarnagjald af viðlagatryggingu og brunatryggingu skipa og flugvéla. Brunvarnagjald nemur nú 0,045 prómillum af vátryggingarfjárhæð brunatrygginga. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að tekjur sem eru innheimtar, allt að fjárhæð 87 millj. kr., renni til Brunamálastofnunar ríkisins en allar tekjur sem eru umfram þá upphæð renni til ríkissjóðs.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir
og brunamál, nr. 41/1992, með síðari breytingum.

    Með frumvarpinu er lagt til að tekjur af brunavarnagjaldi umfram 87 m.kr. renni í ríkissjóð á árinu 2000. Er frumvarpið í samræmi við áform í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2000. Verði frumvarpið að lögum renna 87 m.kr. til Brunamálastofnunar af brunavarnagjaldi, en áætlað er að 13 m.kr. renni í ríkissjóð sem er 2 m.kr. hækkun frá yfirstandandi ári.