Ferill 25. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 320  —  25. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Við 1. gr. Orðin „og viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verbréf“ falli brott.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
             Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun.
     3.      Við 3. gr. 1. málsl. orðist svo: Viðskiptabankar og sparisjóðir, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum.
     4.      Við 4. gr. 2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Viðskiptabankar tilnefna tvo menn í stjórn sjóðsins, sparisjóðir einn mann og viðskiptaráðherra þrjá menn, og skal einn þeirra vera fulltrúi innstæðueigenda.
     5.      Við 5. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Sérhvert aðildarfyrirtæki á rétt til setu á aðalfundi. Á aðalfundi fara viðskiptabankar samtals með átta atkvæði og sparisjóðir með fjögur. Vægi hvers aðildarfyrirtækis er jafnt innan hvors hóps. Tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins þarf fulltingi 2/ 3hluta atkvæða á aðalfundi og samþykki ráðherra.
     6.      Við 6. gr.
    a.    Orðið „innstæðudeildar“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
       b.      Í stað orðsins „deildarinnar“ í 3. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. komi: sjóðsins.
       c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Reglur um greiðslur.
     7.      7. gr. falli brott.
     8.      Við 8. gr. 1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga einnig við um útibú erlendra viðskiptabanka, sparisjóða og annarra lánastofnana sem aðild eiga að sjóðnum.
     9.      Við 9. gr.
       a.      Orðið „verðbréfa“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
       b.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Er þá sjóðnum skylt að greiða viðskiptavini aðildarfyrirtækis andvirði innstæðu.
       c.      Orðin „og lög um verðbréfaviðskipti“ í 3. málsl. 1. mgr. falli brott.
       d.      Orðin „eða staðið skil á verðbréfum“ í 2. mgr. falli brott.
       e.      4. og 5. mgr. falli brott.
       f.      6. mgr. er verði 4. mgr. orðist svo:
                 Undanskilin tryggingu skv. 1. mgr. eru innstæður í eigu aðildarfyrirtækja, svo og móður- og dótturfyrirtækja þeirra, fyrir þeirra eigin reikning og innstæður sem tengist málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti.
     10.      Við 10. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Nú hrökkva eignir sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hrökkva til.
     11.      11. gr. falli brott.
     12.      Við 13. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Útibúum erlendra viðskiptabanka, sparisjóða og lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða, sem starfa hér á landi en hafa staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, er heimil aðild að sjóðnum vegna innstæðna sem ekki eru tryggðar á sambærilegan hátt á Evrópska efnahagssvæðinu.
     13.      Við 18. gr. Greinin orðist svo:
             Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um starfsemi sjóðsins, m.a. um tilhögun á greiðslum úr sjóðnum, tryggingu á innstæðu, þegar um sameiginlegan reikning er að ræða eða þegar viðskiptavinur aðildarfyrirtækis á ekki ótvíræðan rétt til innstæðu, og um ávöxtun á eignum sjóðsins.
     14.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um innstæðutryggingar.