Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 358  —  162. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um gjaldeyrismál, nr. 87/1992.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kjartan Gunnarsson og Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Neytendasamtökunum, Samtökum fjárfesta og sparifjáreigenda, Verðbréfaþingi Íslands, Verslunarráði Íslands, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Þá barst sameiginleg umsögn frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra sparisjóða og Samtökum verðbréfafyrirtækja.
    Frumvarpinu er ætlað að laga íslenskan rétt að tilskipun Evrópuþingsins og ráðs Evrópusambandsins 97/5/EB frá 27. janúar 1997, um peningayfirfærslur milli landa, en skv. 11. gr. hennar átti þeirri aðlögun að hafa verið lokið eigi síðar en 14. ágúst 1999. Markmið tilskipunarinnar er að bæta þjónustu þegar peningar eru yfirfærðir á milli viðskiptareikninga á milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins en slíkar yfirfærslur eru umtalsverður hluti af greiðslum milli landanna.
    Það sjónarmið kom fram við meðferð málsins að fjármálafyrirtæki þyrftu meiri aðlögunartíma en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Með hliðsjón af því leggur nefndin til að gildistöku laganna verði frestað til 1. febrúar 2000.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindri breytingu auk smávægilegra tæknilegra breytinga sem gerðar eru tillögur um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 10. des. 1999.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.



Hjálmar Árnason.


Pétur H. Blöndal.


Drífa Hjartardóttir.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.