Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 362  —  209. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon og Tómas Njál Möller frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Samtökum verslunarinnar, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum iðnaðarins, Verslunarráði Íslands, ríkistollstjóra og Tollvarðafélagi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að frestur til að taka upp SMT-tollafgreiðslu verði framlengdur um eitt ár. Meginástæða þess eru örar breytingar í í tölvutækni á undanförnum árum sem skapað hafa nýja möguleika við tölvuvædda tollafgreiðslu sem nauðsynlegt þykir að kanna betur. Er þar einkum um að ræða möguleika fyrir lítil fyrirtæki til að taka upp SMT-tollafgreiðslu með aðstoð internetsins með minni tilkostnaði en ella hefði orðið.
    Nefndin er sammála því að rétt sé að kanna möguleika á nýjum og ódýrari kostum við tollafgreiðslu og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 10. des. 1999.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.Hjálmar Árnason.


Pétur H. Blöndal.


Drífa Hjartardóttir.Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.