Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 389  —  22. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á iðnaðarlögum, nr. 42 18. maí 1978, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ögmund Þormóðsson frá iðnaðarráðuneyti og Guðmund Þ. Jónsson og Garðar Vilhjálmsson frá Landssambandi iðnverkafólks. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Verkamannasambandi Íslands og Landssambandi iðnverkafólks, Sambandi iðnmenntaskóla, Matvæla- og veitingasambandi Íslands, Samtökum iðnaðarins, Samiðn og menntamálanefnd Alþingis.
    Með frumvarpinu er annars vegar ætlunin að leysa úr vanda sveina við að fá meistarabréf í iðngrein sinni ef ekki er völ á meistara í greininni. Hins vegar er lagt til að skilið verði á milli hlutverks menntamálaráðherra varðandi menntun í löggiltum iðngreinum og þess hlutverks iðnaðarráðherra að veita mönnum starfsréttindi.
    Í umsögn Matvæla- og veitingasambands Íslands (Matvís) kemur fram að eftirlit lögreglustjóra með framkvæmd laganna sé ábótavant. Nefndin leggur áherslu á að eftirlitið verði eflt, með aðstoð iðnráða, sbr. 2. og 14. gr. iðnaðarlaga.
    Nefndin óskaði formlegrar umsagnar menntamálanefndar um málið og fékk menntamálanefnd á sinn fund gesti frá menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, Félagi framhaldsskólakennara, Iðnnemasambandi Íslands og Samtökum iðnaðarins. Í umsögn sinni lýsir menntamálanefnd yfir stuðningi við efni frumvarpsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Inngangsmálsgrein 3. gr. orðist svo:
    Í stað 3. mgr. 12. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi.

Alþingi, 14. des. 1999.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðjón Guðmundsson.


Drífa Hjartardóttir.



Sturla D. Þorsteinsson.


Pétur H. Blöndal.


Ísólfur Gylfi Pálmason.



Árni Steinar Jóhannsson.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Ásta R. Jóhannesdóttir.