Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 392  —  68. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um ættleiðingar.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 2. gr. 5. mgr. orðist svo:
                  Með óvígðri sambúð í lögum þessum er átt við sambúð karls og konu sem skráð er í þjóðskrá eða sem ráða má af öðrum ótvíræðum gögnum.
     2.      Við 10. gr. Í stað orðanna „skynsamleg rök“ í 2. mgr. komi: gild rök.
     3.      Við 16. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                   Dómsmálaráðuneytið skal setja reglugerð um gerð umsagna barnaverndarnefnda.
     4.      Við 24. gr.     
       a.      Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Eigi má án leyfis dómara birta almenningi á nokkurn hátt annað af því sem gerst hefur í slíkum málum en úrskurðinn eða dóminn.
       b.      3. mgr. orðist svo:
                 Nú er úrskurður eða dómur í slíku máli birtur, þar á meðal að tilstuðlan dómsins, og skal þá gæta leyndar á nöfnum og upplýsingum sem bent geti til þess hverjir séu aðilar máls eða hvaða barn úrskurðurinn eða dómurinn varði.
     5.      Við 37. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda þó ekki um ættleiðingar sem fram fara samkvæmt Haag- samningi frá 29. maí 1993 um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu milli landa.