Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 408  —  1. mál.



Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2000.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (JónK, EOK, ArnbS, ÁJ, HjálmJ, ÍGP, KPál).



    1.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         2.29    Að selja prestssetrið Suðurbraut 27, Hofsósi.
         2.30    Að selja prestssetrið Þykkvabæ, Rangárvallaprófastsdæmi.
         2.31    Að selja flugafgreiðslu á Kópaskersflugvelli.
         2.32    Að selja flugafgreiðslu á Borgarfirði eystri, ásamt tækjageymslu.
         2.33    Að selja flugafgreiðslu á Breiðdalsvíkurflugvelli.
         2.34    Að selja Elliðaey á Breiðafirði. Undanskilinn er viti og tengdur búnaður ásamt aðgengi að vita.
         2.35    Að selja eignir Siglingastofnunar Íslands við Svalvoga. Undanskilinn er viti og tengdur búnaður ásamt aðgengi að vita.
         2.36    Að selja fasteign við Galtarvita. Undanskilinn er viti og aðgengi að honum.
         2.37    Að selja Málmey í Skagafirði. Undanskilinn er viti og aðgengi að honum.
         2.38    Að selja eignir Flugmálastjórnar við Nauthólsvík, Reykjavík.
         2.39    Að selja íbúðablokk við Kópavogsbraut, Kópavogi, sem nú er nýtt fyrir fatlaða.
         2.40    Að selja núverandi skrifstofuhúsnæði Ríkisspítalanna að Rauðarárstíg 31, Reykjavík.
        2.41    Að hafa makaskipti á embættisbústaðnum Miðtúni 7 á Seyðisfirði og Múlavegi 53 á sama stað.
         2.42    Að selja þjónustuhús Ferðamálaráðs við Gullfoss, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu.
         2.43    Að selja fasteignina Skólabrú 2, Reykjavík.
    2.     Við 7. gr. Liðir 3.5 og 3.18 falli brott.
    3.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         3.25    Að selja eignarhluta ríkisins í Árholti 8, Húsavík.
         3.26    Að selja fangageymslu að Hamrahlíð 26, Vopnafirði.
    4.     Við 7. gr. Liðir 4.24 og 4.28 falli brott.
    5.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         4.29    Að selja prestssetursjörðina Bergþórshvol í Vestur-Landeyjum, Rangárvallaprófastsdæmi.
         4.30    Að selja jörðina Setberg, Dalabyggð, Dalasýslu.
         4.31    Að selja jörðina Straum, Dalabyggð, Dalasýslu.
         4.32    Að selja land ríkissjóðs innan þéttbýlismarka í Grundarfirði.
    6.     Við 7. gr. Nýr liður:
         5.7    Að selja hlutabréf ríkissjóðs í Flugskóla Íslands hf.

Prentað upp.

    7.     Við 7. gr. Liður 6.2 falli brott.
    8.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         6.3     Að afhenda fiskimálaráðuneyti Mósambík rannsóknarskipið Feng RE til eignar.
         6.4    Að afhenda Landssíma Íslands hf. Hafnarstræti 102, Akureyri.
         6.5    Að afhenda Landssíma Íslands hf. Aðalstræti 18, Ísafirði.
         6.6     Að afhenda Landssíma Íslands hf. Fagradalsbraut 9, Egilsstöðum.
         6.7     Að afhenda Landssíma Íslands hf. Kolbeinsgötu 6, Vopnafirði.
         6.8    Að afhenda Minjavernd Gamla bakaríið og Bernhöftshús, Bankastræti 2, Reykjavík.
         6.9    Að afhenda Minjavernd Gimli, Lækjargötu 3, Reykjavík.
         6.10    Að afhenda Minjavernd Landlæknishúsið, Amtmannsstíg 1, Reykjavík.
    9.     Við 7. gr. Liðir 7.16 og 7.25 falli brott.
    10.     Við 7. gr. Liður 7.10 orðist svo:
         Að kaupa jarðir og semja um makaskipti á nálægum jörðum vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs á Snæfellsnesi.
    11.     Við 7. gr. Liður 7.17 orðist svo:
         Að kaupa jörðina Vestaraland II í Öxarfirði vegna þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum og taka til þess nauðsynleg lán.
    12.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         7.26    Að kaupa eða leigja húsnæði í nágrenni Alþingishússins fyrir starfsaðstöðu Alþingis og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.27    Að kaupa eða leigja land fyrir Selfossflugvöll.
         7.28    Að kaupa jörðina Hrafnhól í Hólahreppi, Skagafjarðarsýslu.
         7.29    Að kaupa Miklubraut 16 vegna færslu Hringbrautar í Reykjavík.
         7.30    Að kaupa eða leigja húsnæði í Grundarfirði fyrir aðstöðu lögreglu og sýslumannsembættið og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.31    Að kaupa flugskýli númer 7 á Akureyrarflugvelli.
         7.32    Að kaupa læknisbústað á Dalvík og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.33    Að kaupa embættisbústað fyrir sýslumanninn í Vestmannaeyjum.
         7.34    Að leigja húsnæði fyrir Náttúruvernd ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands.
         7.35    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir náttúrustofu á Sauðárkróki.
         7.36    Að kaupa læknisbústað á Blönduósi og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.37    Að kaupa eignarhlut Reykhólahrepps í Flatey á Breiðafirði og taka til þess nauðsynleg lán.
         7.38    Að kaupa húsnæði við Eiríksgötu fyrir starfsemi Ríkisspítala.
         7.39    Að kaupa eða leigja húsnæði í Þorlákshöfn fyrir aðstöðu fyrir lögreglu og sýslumannsembættið og taka til þess nauðsynleg lán.
    13.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         8.14    Að heimila sjúkrahúsum að taka þátt í eða eiga samstarf við fyrirtæki sem vinna að vísindarannsóknum og þróun nýjunga á sviði heilbrigðismála og læknisfræði. Samningar sem fela í sér fjárskuldbindingar skulu lagðir fyrir ráðherra heilbrigðismála og fjármála til staðfestingar.
         8.15    Að semja við Reykhólahrepp um lokauppgjör skulda vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar í kjölfar sölu á hitaveitu Reykhólahrepps.
         8.16    Að heimila Rafmagnsveitum ríkisins kaup á Rafveitu Hveragerðis að því tilskildu að viðunandi samningar náist um verð.
         8.17    Að semja með samþykki samgönguráðherra við meðeigendur ríkissjóðs í ferjufélögum um ráðstöfun eigna og skulda félaganna.