Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 437  —  173. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um málefni aldraðra.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1.      Við 2. gr. Við greinina bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Vistmannaráð: Kjörnir fulltrúar íbúa stofnunar mynda vistmannaráð.
     2.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „umdæmi heilsugæslustöðvar“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: heilsugæsluumdæmi.
                  b.      Orðin „og skal annar þeirra síðasttöldu vera félagsráðgjafi ef unnt er“ í niðurlagi síðari málsliðar 1. mgr. falli brott.
     3.      Við 8. gr.
                  a.      2. tölul. 1. mgr. orðist svo: Að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     Þjónustuhópurinn skal í störfum sínum hafa að leiðarljósi markmið laganna, sbr. 1. gr.
     4.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Tekjur Framkvæmdasjóðs aldraðra eru tekjur“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: Framkvæmdasjóður aldraðra fær tekjur.
                  b.      Á eftir orðinu „lægri“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: upphæð.
     5.      Við 12. gr. Greinin orðist svo:
             Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um Framkvæmdasjóð aldraðra og setur honum jafnframt starfsreglur.
     6.      Við 13. gr. Orðin „og árangursmarkmið“ í niðurlagi 1. tölul. falli brott.
     7.      Við 15. gr. Orðin „þjónustuhópur aldraðra“ í 3. mgr. falli brott.
     8.      Við 22. gr. Í stað fjárhæðarinnar „29.217 kr.“ í 1. og 2. mgr. komi: 30.386 kr.