Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 459  —  57. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um vitamál.

Frá 2. minni hluta samgöngunefndar.    Í frumvarpi til vitamála er ráðist harkalega að eigendum smábáta. Er þar gert ráð fyrir að nýr skattur verði lagður á þá eða 5.000 kr. á hvern bát og afla þar með 8 millj. kr. í ríkissjóð.
    Annar minni hluti vekur athygli á að margir hinna 1.600 nýju gjaldenda hafa takmörkuð not af bátum sínum. Þriðjungur þessara báta eru svokallaðir skemmtibátar og um þrjú hundruð bátar hafa einungis heimild til að sækja sjó í 23 daga á hverju ári á tímabilinu 1. apríl til 31. október. Af þessu má sjá að skattlagning þessi er afar ósanngjörn, þótt lág sé. Er 2. minni hluti á móti þessum nýja skattstofni þar sem reynslan sýnir að slíkur skattstofn hækkar ævinlega mikið eftir að honum hefur verið komið á. 2. minni hluti lýsir sig því andvígan þessari skattheimtu á smábátasjómenn og breytir þar engu að meiri hlutinn leggur til að þessi upphæð verði lækkuð í 3.000 kr.

Alþingi, 15. des. 1999.Kristján L. Möller,


frsm.


Lúðvík Bergvinsson.
Prentað upp.