Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 461  —  205. mál.




Frumvarp til laga



um breytingar á lögum vegna niðurlagningar Framleiðsluráðs landbúnaðarins.

(Eftir 2. umr., 16. des.)



I. KAFLI
Um breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna,
nr. 64/1965, með síðari breytingum.

1. gr.

    5. málsl. 1. mgr. 34. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI

Um breytingu á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum.
2. gr.

    1. málsl. 3. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Ráðuneytið leitar umsagnar Bændasamtaka Íslands á hverri umsókn.

III. KAFLI
Um breytingu á lögum um búfjárhald, forðagæslu o.fl.,
nr. 46/1991, með síðari breytingum.

3. gr.

    4. málsl. 4. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Upplýsingar úr skýrslum þessum skulu vera heimilar til afnota Hagstofu Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins og öðrum opinberum aðilum að fengnu leyfi landbúnaðarráðuneytisins.

IV. KAFLI
Um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum,
nr. 99/1993, með síðari breytingum.

4. gr.

    Í stað orðanna „Framleiðsluráð landbúnaðarins“ og „Framleiðsluráð“ í 2. gr., 3. mgr. 11. gr., 24. gr., 26. gr., 4. mgr. 29. gr., b-lið 1. mgr. 30. gr., 2. mgr. 31. gr., 1. mgr. 45. gr., 3. mgr. 46. gr., 2. mgr. 47. gr., 1. mgr. 62. gr. og 2. mgr. 70. gr. laganna kemur í viðeigandi falli: Bændasamtök Íslands.

5. gr.

    III. kafli laganna, Um skipan og verkefni Framleiðsluráðs, 5. og 6. gr., fellur brott.

6. gr.

    16. gr. laganna orðast svo:
    Verðlagsnefnd getur ákveðið að undanskilja einstakar vörutegundir verðlagningarákvæðum skv. 13. gr. þegar samkeppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag.

7. gr.

    17. gr. laganna orðast svo:
    Bændasamtök Íslands annast verðskráningu þeirra búvara sem tekin er verðákvörðun um samkvæmt kafla þessum og auglýsa verðákvarðanir og viðmiðunarverð sem ákveðin eru samkvæmt kafla þessum.

8. gr.

    4. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
    Áður en ráðherra tekur ákvarðanir um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum skal leita tillagna frá Bændasamtökum Íslands og samtökum þeirra afurðastöðva sem um ræðir.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
     a.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Stjórn Bændasamtaka Íslands er heimilt að fela samtökum afurðastöðva verkefni samkvæmt þessum kafla. Skal það þá gert með sérstökum samningi sem skal staðfestur af ráðherra. Í slíkum samningi skal kveðið á um að samtök afurðastöðva lúti eftirliti Bændasamtaka Íslands við framkvæmd verkefnanna og að þau geri Bændasamtökum Íslands grein fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli samningsins.
     b.      Við greinina bætist ný málsgrein sem orðast svo:
                  Hafi verið tekin ákvörðun um verðskerðingu skv. 20. gr. er afurðastöð skylt að halda henni eftir við uppgjör við framleiðanda og standa Bændasamtökum Íslands skil á hinu innheimta verðskerðingarfé.

10. gr.

    1. mgr. 27. gr. laganna orðast svo:
    Verðmiðlunargjöld, verðskerðingargjöld og verðjöfnunargjöld samkvæmt kafla þessum eru aðfararhæf.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Framleiðsluráð landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: Framkvæmdanefnd búvörusamninga.
     b.      7. mgr. fellur brott.

12. gr.

    2. mgr. 34. gr. laganna orðast svo:
    Áður en reglugerðir um beitingu ákvæða þessa kafla eru gefnar út skal leitað tillagna Bændasamtaka Íslands og samtaka framleiðenda í viðkomandi búgrein.

13. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna orðast svo: Bændasamtök Íslands skulu halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því.

14. gr.

    Í stað orðanna „Bændasamtökum Íslands“ í 42. gr. laganna kemur: stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna:
     a.      Á eftir 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Bændasamtök Íslands skulu byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum.
     b.      Í stað orðanna „Framleiðsluráðs landbúnaðarins“ í 2. mgr. kemur: framkvæmdanefndar búvörusamninga.

16. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 46. gr. laganna orðast svo: Bændasamtök Íslands skulu halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því.

17. gr.

    Við 2. mgr. 47. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ákvörðun Bændasamtaka Íslands um staðfestingu eða synjun staðfestingar á aðilaskiptum með greiðslumark má skjóta til úrskurðarnefndar sem starfar skv. 42. gr.

18. gr.

    50. gr. laganna fellur brott.

19. gr.

    2. mgr. 51. gr. laganna fellur brott.

20. gr.

    Í stað orðanna „Framleiðsluráði landbúnaðarins“ í 3. mgr. 55. gr. laganna kemur: landbúnaðarráðuneytinu.

21. gr.

    59. gr. laganna orðast svo:
    Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara fyrir innlendan og erlendan markað. Samkomulagið öðlast ekki gildi fyrr en landbúnaðarráðherra hefur staðfest það.

22. gr.

    65. gr. laganna orðast svo:
    Bændasamtök Íslands láta safna og gefa út ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu, markaðshorfur og afkomu landbúnaðarins á hverjum tíma. Þá skulu samtökin gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara.
    Skylt er öllum þeim er hafa með höndum vinnslu eða sölu búvara að láta samtökunum í té allar upplýsingar er þeim geta að gagni komið við störf þeirra og þeir geta veitt, þar með talið upplýsingar um verð búvöru til framleiðenda.

23. gr.

    68. gr. laganna fellur brott.

V. KAFLI
Um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997.
24. gr.

    1. málsl. 1. gr. laganna orðast svo: Innheimta skal sérstakt búnaðargjald af búvöruframleiðendum eins og þeir eru skilgreindir í lögum þessum og skal það nema 2,55% af gjaldstofni skv. 3. gr.


25. gr.

    1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Tekjum af búnaðargjaldi skal skipt þannig, sbr. þó 4. mgr.:
Velta í nautgripa- og sauðfjárrækt Önnur afurðavelta
Til Búnaðarsjóðs 1,4% af stofni 1,75% af stofni
Til Lánasjóðs landbúnaðarins 1,150% af stofni 0,800% af stofni

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á töflu í viðauka við lögin:
     a.      Í stað hlutfallstalnanna „0,125“ og 0,325 í undirdálkinum BÍ kemur: 0,3, og: 0,5.
     b.      Í stað hlutfallstölunnar „2,650“ í dálkinum Alls kemur: 2,550.

27. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2000. Frá þeim tíma taka Bændasamtök Íslands við öllum eignum, réttindum, skuldum og skuldbindingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins.