Ferill 270. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 464  —  270. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Örlyg Geirsson skrifstofustjóra í menntamálaráðuneyti og Leif Eysteinsson viðskiptafræðing frá fjármálaráðuneyti.
    Frumvarp þetta er lagt fram í tengslum við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2000. Í frumvarpinu eru lagðar til tímabundnar skerðingar á ráðstöfun hins sérstaka eignarskatts sem kveðið er á um í lögum nr. 83/1989.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til breytingu á frumvarpinu í samræmi við þá ákvörðun Alþingis, sem samþykkt var við 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga, að minnka skerðingu á tekjum endurbótasjóðs menningarstofnana um 10 m.kr. þannig að í hann renni 490 m.kr. í stað 480 m.kr.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað fjárhæðarinnar „480 m.kr.“ í 1. mgr. 1. gr. komi: 490 m.kr.

Alþingi, 16. des. 1999.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Tómas Ingi Olrich.


Helga Guðrún Jónasdóttir.


Ásta Möller.


Kristinn H. Gunnarsson.













Prentað upp.