Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 468  —  274. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Húnboga Þorsteinsson, Sturlaug Tómasson og Björn Arnar Magnússon frá félagsmálaráðuneyti, Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp og Helga Seljan og Garðar Sverrisson frá Öryrkjabandalagi Íslands.
    Frumvarpið er lagt fram í samræmi við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2000 en í 1. gr. þessa frumvarps er kveðið á um að kostnaður við félagslega hæfingu og endurhæfingu skv. 27. gr. laganna og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar skv. 52. gr. greiðist á næsta ári af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 16. des. 1999.Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.


Pétur H. Blöndal.


                             

Drífa Hjartardóttir.


Ólafur Örn Haraldsson.