Ferill 274. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 479  —  274. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.

Frá minni hluta félagsmálanefndar.    Frumvarp þetta er lagt fram í samræmi við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2000. Gerð er grein fyrir málinu í nefndaráliti minni hlutans um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 12/1952, um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila, með síðari breytingum, 273. mál. Þar kemur fram að minni hlutinn er andvígur fyrirhugaðri skerðingu á mörkuðum tekjum til Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Minni hlutinn gerir á hinn bóginn ekki sérstakar athugasemdir við að greitt sé úr sjóðnum til þess sem frumvarpið gerir ráð fyrir eins og verið hefur að undanförnu enda ekki um stórfelld fjárútlát að ræða, eða væri í öllu falli ekki ef sjóðurinn væri óskertur.
    Minni hlutinn mun sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. des. 1999.Guðrún Ögmundsdóttir,


frsm.


Steingrímur J. Sigfússon.


Kristján L. Möller.