Ferill 25. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 486 — 25. mál.
Frumvarp til laga
um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
(Eftir 2. umr., 17. des.)
I. KAFLI
Markmið og skipulag.
1. gr.
Markmið.
2. gr.
Stofnun.
3. gr.
Aðilar að sjóðnum.
4. gr.
Stjórn og framkvæmdastjóri.
Stjórn sjóðsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra við sjóðinn eða semja við lögaðila um rekstur og vörslu hans. Lögaðilinn getur verið Seðlabanki Íslands og vörslufyrirtæki samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.
Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera lögráða og mega aldrei hafa verið sviptir forræði á búi sínu. Þeir skulu hafa óflekkað mannorð og mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað í tengslum við atvinnurekstur samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.
Stjórnarmenn og starfsmenn sjóðsins eru bundnir þagnarskyldu í samræmi við ákvæði laga um viðskiptabanka og sparisjóði.
Stjórn sjóðsins skal á tveggja ára fresti, eða oftar ef ástæða þykir til, gera ráðherra grein fyrir afstöðu sinni til lágmarkseignar sjóðsins skv. 6. og 7. gr. Nánar skal kveðið á um verkefni stjórnar sjóðsins í samþykktum hans.
5. gr.
Aðalfundur.
Sérhvert aðildarfyrirtæki á rétt til setu á aðalfundi. Á aðalfundi fara viðskiptabankar samtals með sex atkvæði, sparisjóðir með þrjú atkvæði og fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf með þrjú atkvæði. Vægi hvers aðildarfyrirtækis er jafnt innan hvers hóps. Tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins þarf fulltingi 2/ 3hluta atkvæða á aðalfundi og samþykki ráðherra.
Stjórn sjóðsins getur, þegar hún telur tilefni til, boðað öll aðildarfyrirtæki til fundar. Skylt er henni að boða til fundar ef aðildarfyrirtæki með samtals fjórðung atkvæða æskja þess.
II. KAFLI
Greiðslur í sjóðinn.
6. gr.
Innstæðudeild.
Nái heildareign deildarinnar samt ekki tilskildu lágmarki skal hver viðskiptabanki og sparisjóður leggja fram ábyrgðaryfirlýsingu. Í yfirlýsingunni skal hver viðskiptabanki og sparisjóður ábyrgjast að hann muni inna af hendi sérstaka greiðslu til deildarinnar þegar henni ber að endurgreiða innstæður skv. III. kafla í einhverjum viðskiptabanka eða sparisjóði sem aðild á að sjóðnum.
Ábyrgðaryfirlýsingin skal hljóða upp á sama hlutfall þeirrar fjárhæðar er vantar á lágmarkið og nemur hlutfalli tryggðra innstæðna hlutaðeigandi af samanlögðum tryggðum innstæðum. Kröfur um innborgun í deildina á grundvelli ábyrgðaryfirlýsinga geta þó ekki verið hærri á ári hverju en sem nemur einum tíunda af lágmarksstærð sjóðsins. Viðskiptabönkum og sparisjóðum er skylt að greiða til sjóðsins þegar hann krefst þess og framangreindar aðstæður eru fyrir hendi.
Nýr viðskiptabanki eða sparisjóður skal greiða sérstaklega til deildarinnar 1. mars ár hvert frá því að hann hefur starfsemi hér á landi 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári þar til lágmarki skv. 1. mgr. er náð. Auk þess leggur hlutaðeigandi viðskiptabanki eða sparisjóður fram ábyrgðaryfirlýsingu sem stjórn sjóðsins metur gilda fyrir mismun á greiðslu til sjóðsins og lágmarki skv. 1. málsl. 1. mgr.
Greiðslur til deildarinnar eru óendurkræfar. Viðskiptabönkum og sparisjóðum er skylt að veita sjóðnum upplýsingar um innstæður samkvæmt þessari grein.
7. gr.
Verðbréfadeild.
Nái heildareign sjóðsins ekki lágmarki skv. 1. mgr. skulu aðildarfyrirtæki greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur samtals 20 millj. kr., þar til sjóðurinn hefur náð tilskilinni lágmarksstærð. Hvert aðildarfyrirtæki skal greiða lágmarksgjald að fjárhæð 50.000 kr. Árleg greiðsla að frádregnu lágmarksgjaldi skiptist í tvo jafna hluta eftir eftirfarandi gjaldstofnum:
1. Hlut aðildarfyrirtækis í samanlagðri fjárhæð verðbréfaviðskipta aðildarfyrirtækja á næstliðnu ári við þá viðskiptavini sem tryggðir eru skv. 9. gr.
2. Hlut aðildarfyrirtækis í samanlögðum fjölda viðskiptareikninga hjá aðildarfyrirtækjum í tengslum við viðskipti með verðbréf. Leggja skal saman fjölda viðskiptareikninga skv. c-lið 1. tölul. og a- og b-lið 2. tölul. 8. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Viðskiptareikningar skv. c-lið 1. tölul. og a-lið 2. tölul. hafa tvöfalt vægi í samtölu. Viðskiptareikningar með hærri inneign en 1,7 millj. kr. miðað við gengi evru (EUR) 5. janúar 1999 hafa einnig tvöfalt vægi í samtölu.
Nái heildareign deildarinnar samt ekki tilskildu lágmarki skal hvert aðildarfyrirtæki leggja fram ábyrgðaryfirlýsingu. Í yfirlýsingunni skal hvert aðildarfyrirtæki ábyrgjast að það muni inna af hendi sérstaka greiðslu til deildarinnar þegar henni ber að endurgreiða verðbréf eða reiðufé skv. III. kafla í einhverju fyrirtæki sem aðild á að sjóðnum.
Ábyrgðaryfirlýsingin skal hljóða upp á sama hlutfall þeirrar fjárhæðar er vantar á lágmarkið og nemur hlutfalli greiðslna aðildarfyrirtækis af samanlögðum greiðslum allra aðildarfyrirtækja við fyrstu greiðslu eftir að ljóst er að heildareign deildarinnar nær ekki tilskildu lágmarki. Kröfur um innborgun í deildina á grundvelli ábyrgðaryfirlýsinga geta á ári hverju þó ekki verið hærri en sem nemur einum fimmta af lágmarksstærð sjóðsins. Aðildarfyrirtækjum er skylt að greiða til sjóðsins þegar hann krefst þess og framangreindar aðstæður eru fyrir hendi.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er stjórn sjóðsins heimilt að kaupa vátryggingu hjá viðurkenndu vátryggingafélagi á Evrópska efnahagssvæðinu til að tryggja sig gegn tjóni. Kaupi sjóðurinn vátryggingu skal þó í það minnsta fimmtungur af lágmarksstærð deildarinnar skv. 1. mgr. vera í verðbréfum eða reiðufé.
Nýtt aðildarfyrirtæki sem nýtir sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti skal greiða sérstaklega til deildarinnar 1. mars ár hvert í fimm ár frá því að það hefur starfsemi hér á landi. Greiðslan skal nema því hlutfalli af 20 millj. kr. sem nemur hlutfalli þess í gjaldstofnum skv. 2. mgr. Greiðslan skal innt af hendi í fyrsta sinn fullu ári eftir upphaf starfseminnar. Auk þess leggur hlutaðeigandi fyrirtæki fram ábyrgðaryfirlýsingu sem jafngildir fjórfaldri greiðslu fyrsta ársins.
Greiðslur til deildarinnar eru óendurkræfar. Aðildarfyrirtækjum er skylt að veita sjóðnum upplýsingar samkvæmt þessari grein.
8. gr.
Afturköllun leyfis.
Hafi aðildarfyrirtæki ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart sjóðnum innan eins mánaðar frá álagningu dagsekta getur ráðherra tilkynnt því að hann hyggist afturkalla starfsleyfi þess hafi fyrirtækið ekki uppfyllt skyldur sínar að tólf mánuðum liðnum.
Nú rennur frestur skv. 2. mgr. út án þess að hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki hafi uppfyllt skyldur sínar gagnvart sjóðnum og getur þá ráðherra afturkallað starfsleyfi þess að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins. Skuldbindingar sem stofnað er til áður en frestur skv. 1. og 2. mgr. rennur út skulu njóta tryggingaverndar í samræmi við ákvæði III. kafla.
Nú rennur frestur skv. 1. og 2. mgr. út þegar um er að ræða útibú aðildarfyrirtækis með staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og getur stjórn sjóðsins þá tilkynnt útibúinu að hún hyggist útiloka það frá sjóðnum hafi það ekki uppfyllt skyldur sínar að tólf mánuðum liðnum. Ef frestur skv. 1. málsl. rennur út án þess að útibúið hafi uppfyllt skyldur sínar getur sjóðurinn útilokað það frá aðild að sjóðnum að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins. Skuldbindingar sem stofnað er til áður en frestur samkvæmt þessari málsgrein rennur út skulu njóta tryggingaverndar í samræmi við ákvæði III. kafla.
Ákvæði 1.–3. mgr. eiga einnig við um útibú aðildarfyrirtækja með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins.
III. KAFLI
Greiðslur úr sjóðnum.
9. gr.
Greiðslur úr sjóðnum.
Álit Fjármálaeftirlitsins skal liggja fyrir eigi síðar en þremur vikum eftir að það fær fyrst staðfestingu á því að hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki hafi ekki greitt viðskiptavini sínum eða staðið skil á verðbréfum eins og því bar að gera.
Með innstæðu skv. 1. mgr. er átt við innstæðu sem tilkomin er vegna innláns eða millifærslu í hefðbundinni almennri bankastarfsemi og viðskiptabanka eða sparisjóði ber að endurgreiða samkvæmt skilmálum er gilda samkvæmt lögum eða samningum. Tryggingin nær hins vegar ekki til skuldabréfa, víxla eða annarra krafna sem útgefnar eru af viðskiptabanka eða sparisjóði í formi verðbréfa.
Með verðbréfum skv. 1. mgr. er átt við verðbréf sem eru í vörslu, umsjón eða umsýslu aðildarfyrirtækis og því ber að endurgreiða eða standa skil á samkvæmt skilmálum er gilda um samskipti aðildarfyrirtækis og fjárfestis samkvæmt lögum eða samningum.
Með reiðufé skv. 1. mgr. er átt við innborgað reiðufé fjárfestis til aðildarfyrirtækis í tengslum við viðskipti með verðbréf.
Undanskilin tryggingu skv. 1. mgr. eru innstæður, verðbréf og reiðufé í eigu aðildarfyrirtækja, svo og móður- og dótturfyrirtækja þeirra, fyrir þeirra eigin reikning og innstæður, verðbréf og reiðufé sem tengist málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti.
Nánar skal kveða á um tilhögun greiðslna úr sjóðnum í reglugerð.
10. gr.
Fjárhæð til greiðslu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.
Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi.
11. gr.
Lán á milli deilda.
12. gr.
Víkjandi lán.
Stjórn sjóðsins er heimilt að láta rannsaka rekstur og efnahag aðildarfyrirtækja sem veitt er víkjandi lán. Stjórn sjóðsins getur í þessu sambandi krafist nauðsynlegra upplýsinga frá hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki.
IV. KAFLI
Erlend útibú.
13. gr.
Erlend útibú skv. 1. mgr. sem hafa staðfestu utan Evrópska efnahagssvæðisins og starfa hér á landi skulu vera aðilar að sjóðnum, enda sé slíkt útibú ekki aðili að sambærilegu tryggingakerfi í heimaríki sínu.
Ráðherra getur í reglugerð kveðið nánar á um aðild erlendra útibúa samkvæmt þessari grein að sjóðnum, svo og um þær viðbótartryggingar sem útibú þurfa til þess að geta starfað hér á landi. Um iðgjöld og greiðslur vegna trygginga samkvæmt þessari grein skal nánar kveðið á í reglugerð.
V. KAFLI
Ýmis ákvæði.
14. gr.
Ársreikningur og endurskoðun.
15. gr.
Eftirlit.
16. gr.
Skriflegar upplýsingar til reiðu.
Auglýsingar aðildarfyrirtækja um aðild að sjóðnum skulu takmarkaðar við beina tilvísun til hlutaðeigandi deildar hans.
17. gr.
Undanþága frá skatti og gjaldþrotalögum.
Sjóðurinn verður hvorki tekinn til gjaldþrotaskipta né er heimilt að gera aðför í eignum hans.
18. gr.
Reglugerð.
VI. KAFLI
Öryggissjóðir.
19. gr.
Til að tryggja hagsmuni viðskiptamanna og í því skyni fjárhagslegt öryggi viðskiptabanka eða sparisjóðs getur öryggissjóður veitt lán eða yfirtekið vissar eignir, gengið í ábyrgðir, bætt sérstakt tap og kostnað sem viðskiptabanki eða sparisjóður verður fyrir og veitt viðskiptabönkum eða sparisjóðum stuðning að öðru leyti á hvern þann hátt sem stjórnir sjóðanna ákveða í samræmi við ákvæði laga þessara og samþykkta sjóðsins. Í þessu skyni er öryggissjóði heimilt að láta rannsaka rekstur og efnahag viðskiptabanka eða sparisjóðs. Í samþykktum skal setja nánari reglur um starfsemina, svo og um tekjur og lánveitingar.
Öryggissjóði er enn fremur heimilt að veita viðskiptabanka eða sparisjóði víkjandi lán í því skyni að efla eiginfjárstöðu hans. Stjórn sjóðsins getur sett skilyrði fyrir veitingu víkjandi láns. Henni er heimilt að láta rannsaka rekstur og efnahag viðskiptabanka eða sparisjóðs sem veitt er víkjandi lán. Getur stjórnin í því sambandi krafist nauðsynlegra upplýsinga frá hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum öryggissjóðs. Sérhver aðili að sjóðnum fer á aðalfundi með atkvæðisrétt í samræmi við hlut sinn í heildareignum viðskiptabanka eða sparisjóða. Stjórn sjóðsins fer með málefni hans á milli aðal- og aukafunda. Hún skal skipuð fimm mönnum og skulu fjórir stjórnarmenn og jafnmargir til vara kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn, hlutbundinni kosningu ef óskað er. Ráðherra tilnefnir einn mann og skal hann tilnefndur til þriggja ára í senn. Nánar skal kveðið á um skipan og verkefni stjórnar í samþykktum.
Stjórnarmenn og starfsmenn öryggissjóða eru bundnir þagnarskyldu í samræmi við ákvæði laga um viðskiptabanka og sparisjóði.
Öryggissjóður er undanþeginn tekjuskatti og eignarskatti samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Sjóðurinn verður hvorki tekinn til gjaldþrotaskipta né er heimilt að gera aðför í eignum hans.
Aðalfundur setur öryggissjóði samþykktir sem háðar skulu staðfestingu ráðherra að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi öryggissjóða. Um eftirlitið gilda að öðru leyti lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
VII. KAFLI
Gildistaka o.fl.
20. gr.
Halda skal stofnfund fyrir 31. desember 1999 þar sem settar eru samþykktir fyrir sjóðinn, sbr. 5. gr. Ákvæði þessarar málsgreinar tekur þegar gildi.
Með lögum þessum falla úr gildi ákvæði X. kafla (75.–81. gr.) laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði.
21. gr.