Ferill 301. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 518  —  301. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um starf nefndar um innlenda orkugjafa.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvenær var skipuð nefnd til viðræðna við Daimler-Benz um tilraunir með innlenda orkugjafa og hverjir hafa átt sæti í henni?
     2.      Hverjar eru helstu niðurstöður af starfi nefndarinnar til þessa?
     3.      Hver er heildarkostnaður af störfum nefndarinnar frá byrjun til ársloka 1999, greiddur af opinberu fé?
     4.      Hverjar hafa verið greiðslur til einstakra nefndarmanna, þ.m.t. þóknun og ferðakostnaður?
     5.      Hver hefur verið annar kostnaður af starfi nefndarinnar?
     6.      Hvernig hyggst ráðherra standa að áframhaldandi vinnu við tilraunir með innlenda orkugjafa?


Skriflegt svar óskast.