Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 537, 125. löggjafarþing 200. mál: greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lög nr. 99 27. desember 1999.
Almennt ákvæði.
Eftirlitsskyldir aðilar skv. 5. gr. skulu standa straum af kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlitsins í samræmi við ákvæði laga þessara.
Eftirlitsgjald samkvæmt þessum lögum rennur beint til reksturs Fjármálaeftirlitsins og er innheimt af Fjármálaeftirlitinu.
Skýrsla um álagningu næsta árs.
Fyrir 15. september ár hvert skal Fjármálaeftirlitið gefa viðskiptaráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs. Í skýrslunni skal jafnframt lagt mat á þróun starfseminnar undangengin þrjú ár með tilliti til þess tíma sem ætla má að farið hafi í eftirlit með hverjum flokki eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr.
Skýrslu Fjármálaeftirlitsins skal fylgja álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs ásamt afgreiðslu stjórnar stofnunarinnar á því áliti. Til að samráðsnefndin geti gefið álit sitt skal Fjármálaeftirlitið eigi síðar en 15. ágúst ár hvert senda henni upplýsingar um áætlað rekstrarumfang ásamt skýringum á helstu rekstrarliðum.
Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta hundraðshluta eftirlitsgjalds skal viðskiptaráðherra leggja frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi.
Ráðstöfun rekstrarafgangs og rekstrartaps.
Sé áætlað að rekstrarafgangur verði af starfsemi Fjármálaeftirlitsins á því ári þegar áætlun fyrir næsta ár er unnin skal tekið tillit til hans við ákvörðun eftirlitsgjalds næsta árs. Sé áætlað að rekstrartap verði af starfsemi Fjármálaeftirlitsins á því ári þegar áætlun fyrir næsta ár er unnin skal taka tillit til þess við ákvörðun eftirlitsgjalds næsta árs.
Álagningargrunnur.
Álagningargrunnur eftirlitsgjalds er ársreikningur eftirlitsskylds aðila fyrir næstliðið ár þegar skýrsla Fjármálaeftirlitsins skv. 2. gr. er samin.
Hafi tveir eða fleiri eftirlitsskyldir aðilar sameinast skal miða álagningu við samanlagða ársreikninga þeirra fyrir næstliðið ár skv. 1. mgr.
Sé ársreikningur ekki fyrir hendi þar sem eftirlitsskyldur aðili er að hefja hina eftirlitsskyldu starfsemi skal miða álagningu við lágmarksgjald skv. 5. gr. Sé ársreikningur fyrir hendi fyrir fyrri starfsemi viðkomandi fyrirtækis er heimilt að nota hann sem álagningargrunn. Heimilt er að beita 2. mgr. þessarar greinar ef við á.
Gjaldskyldir aðilar, álagningarstofn og álagt gjald.
Eftirtaldir eftirlitsskyldir aðilar skulu greiða eftirlitsgjald af álagningarstofni í þeim hlutföllum og stærðum sem hér segir:
Útibú erlendra eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
Eftirlitsgjald skal reiknast í heilum þúsundum króna. Við álagningu skal jafnframt færa álagningarstofna í þúsundir króna.
Framkvæmd álagningar og innheimtu.
Álagning eftirlitsgjalds samkvæmt lögum þessum skal fara fram eigi síðar en 15. janúar ár hvert. Fjármálaeftirlitið skal gera eftirlitsskyldum aðilum grein fyrir álagningunni með bréfi.
Eftirlitsgjald greiðist ársþriðjungslega með þremur jafnháum greiðslum. Það greiðist þannig að gjalddagi 1. ársþriðjungs er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar, gjalddagi 2. ársþriðjungs er 1. maí og eindagi 15. maí og gjalddagi 3. ársþriðjungs er 1. september og eindagi 15. september.
Hefji eftirlitsskyldur aðili starfsemi eftir að álagning fer fram skv. 1. mgr. skal leggja á hann eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 5. gr., sbr. og 3. mgr. 4. gr., og miðast álagningin við næsta gjalddaga eftir útgáfu starfsleyfis. Skal fjárhæð gjaldsins taka mið af því hversu langur tími er eftir af rekstrarárinu, talið frá næsta gjalddaga. Greiðist gjaldið þá á þeim gjalddögum sem eftir eru. Séu allir gjalddagar liðnir skal ekki leggja á eftirlitsgjald vegna yfirstandandi rekstrarárs. Hætti eftirlitsskyldur aðili starfsemi áður en eftirlitsgjald er að fullu greitt fellur niður sá hluti gjaldsins sem ekki er kominn í gjalddaga þegar starfsleyfi fellur úr gildi.
Sé eftirlitsgjald greitt eftir eindaga hverrar greiðslu reiknast dráttarvextir á greiðsluna frá gjalddaga í samræmi við vaxtalög.
Vanræki eftirlitsskyldur aðili greiðslu eftirlitsgjalds er þeim ráðherra sem veitir starfsleyfi til viðkomandi starfsemi heimilt að afturkalla starfsleyfið, enda geri Fjármálaeftirlitið tillögu um það og liðnir séu sex mánuðir frá fyrsta gjalddaga í vanskilum.
Heimilt er Fjármálaeftirlitinu að ákvarða álagningu eftirlitsgjalds að nýju gagnvart tilteknum eftirlitsskyldum aðilum reynist álagningarstofn eða aðrar forsendur fyrri álagningar ekki réttar.
Greiðslur fyrir sértækar aðgerðir.
Telji Fjármálaeftirlitið að eftirlit með einstökum eftirlitsskyldum aðila sé umtalsvert kostnaðarsamara og krefjist meiri mannafla en áætlun um reglubundið eftirlit gerir ráð fyrir skal það gera stjórn stofnunarinnar grein fyrir því. Stjórn Fjármálaeftirlitsins getur þá ákveðið að viðkomandi eftirlitsskyldum aðila verði gert að greiða samkvæmt reikningi fyrir nauðsynlegt umframeftirlit.
Gjaldskrá fyrir eftirlit samkvæmt þessari grein skal samþykkt af stjórn Fjármálaeftirlitsins og birt í Stjórnartíðindum.
Kæruleið.
Heimilt er viðkomandi eftirlitsskyldum aðilum að bera ákvörðun um álagningu, gjaldstofn og útreikning eftirlitsgjalds, og ákvörðun um greiðslur fyrir sértækar aðgerðir, undir kærunefnd sem starfar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Kærufrestur skal vera 30 dagar. Kæra skal vera skrifleg.
Um málsmeðferð og úrskurði kærunefndar fer að öðru leyti samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og reglugerð settri samkvæmt þeim lögum.
Gildistaka o.fl.
Viðskiptaráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara með reglugerð.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt breytist ákvæði 16. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og orðast svo:
Eftirlitsskyldir aðilar skulu standa straum af kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlitsins. Um greiðslu kostnaðar fer samkvæmt lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Ákvæði til bráðabirgða.
Álagning eftirlitsgjalds fyrir árið 1999, sbr. auglýsingu nr. 5 6. janúar 1999, um álagningu eftirlitsgjalds þeirra aðila er lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins á árinu 1999, er sem hér segir:
Ráðherra samþykkir rekstraráætlun fyrir árið og auglýsir í Stjórnartíðindum hundraðshluta álagðs eftirlitsgjalds á einstaka flokka eftirlitsskyldra aðila. Eftirlitsgjaldið er innheimt af Fjármálaeftirlitinu og rennur til reksturs þess. Gjaldið greiðist ársfjórðungslega með fjórum jafnháum greiðslum. Gjalddagar eru 20. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október, en eindagar 1. febrúar, 15. apríl, 15. júlí og 15. október.
Sé ársreikningur ekki fyrir hendi þar sem eftirlitsskyldur aðili er nýr á markaði skal miða álagningu við áætlun hans um rekstur fyrir næsta ár. Eftirlitsgjald vegna fyrsta starfsárs nýs eftirlitsskylds aðila skal miðast við áætlun hans um rekstur á því ári.
Þingskjal 537, 125. löggjafarþing 200. mál: greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
Lög nr. 99 27. desember 1999.
Lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
1. gr.
Eftirlitsgjald samkvæmt þessum lögum rennur beint til reksturs Fjármálaeftirlitsins og er innheimt af Fjármálaeftirlitinu.
2. gr.
Skýrslu Fjármálaeftirlitsins skal fylgja álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs ásamt afgreiðslu stjórnar stofnunarinnar á því áliti. Til að samráðsnefndin geti gefið álit sitt skal Fjármálaeftirlitið eigi síðar en 15. ágúst ár hvert senda henni upplýsingar um áætlað rekstrarumfang ásamt skýringum á helstu rekstrarliðum.
Ef niðurstaða skýrslunnar gefur tilefni til að breyta hundraðshluta eftirlitsgjalds skal viðskiptaráðherra leggja frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi.
3. gr.
4. gr.
Hafi tveir eða fleiri eftirlitsskyldir aðilar sameinast skal miða álagningu við samanlagða ársreikninga þeirra fyrir næstliðið ár skv. 1. mgr.
Sé ársreikningur ekki fyrir hendi þar sem eftirlitsskyldur aðili er að hefja hina eftirlitsskyldu starfsemi skal miða álagningu við lágmarksgjald skv. 5. gr. Sé ársreikningur fyrir hendi fyrir fyrri starfsemi viðkomandi fyrirtækis er heimilt að nota hann sem álagningargrunn. Heimilt er að beita 2. mgr. þessarar greinar ef við á.
5. gr.
- Viðskiptabankar, sparisjóðir og lánastofnanir aðrar en viðskiptabankar og sparisjóðir skulu greiða 0,01445% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 250.000 kr.
- Vátryggingafélög skulu greiða 0,28524% af bókfærðum frumtryggingaiðgjöldum og 0,03573% af bókfærðum fengnum endurtryggingaiðgjöldum, þó eigi lægri fjárhæð en 250.000 kr. Vegna söfnunarlíftrygginga greiðist þó eftirlitsgjald sem nemur 0,00779% af nettómismun iðgjaldaskuldar að frádregnum hluta endurtryggjenda í iðgjaldaskuldinni.
- Félög eða einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun skulu greiða 0,04581% af því iðgjaldamagni sem miðlað er á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
- Fyrirtæki í verðbréfaþjónustu skulu greiða 0,08031% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 250.000 kr. Verðbréfasjóðir skulu greiða 0,01129% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 250.000 kr. Rekstrarfélög verðbréfasjóða skulu greiða 0,08031% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 150.000 kr.
- Kauphallir og aðrir skipulegir tilboðsmarkaðir skulu greiða 0,92353% af rekstrartekjum, þó aldrei lægri fjárhæð en 250.000 kr.
- Lífeyrissjóðir skulu samtals greiða 0,00779% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem 150.000 kr. fastagjald vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna, 300.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá einum til tíu milljarða króna og 600.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir. Það sem þá er ógreitt af eftirlitsgjaldi skv. 1. málsl. greiðist í hlutfalli við fjölda virkra sjóðfélaga.
- Verðbréfamiðstöðvar skulu greiða 0,92353% af rekstrartekjum, þó eigi lægri fjárhæð en 250.000 kr.
- Innlánsdeildir samvinnufélaga og Póstgíróstofa Íslandspósts skulu greiða fastagjald sem nemur 150.000 kr.
- Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins skal greiða 0,01445% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 250.000 kr. Húsbréfadeild Íbúðalánasjóðs skal greiða 0,00040% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 250.000 kr. Kvótaþing skal greiða fastagjald sem nemur 150.000 kr.
- Tryggingasjóður viðskiptabanka og Tryggingasjóður sparisjóða skulu greiða fastagjald sem nemur 150.000 kr.
Útibú erlendra eftirlitsskyldra aðila sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi skulu greiða eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 1. mgr.
Eftirlitsgjald skal reiknast í heilum þúsundum króna. Við álagningu skal jafnframt færa álagningarstofna í þúsundir króna.
6. gr.
Eftirlitsgjald greiðist ársþriðjungslega með þremur jafnháum greiðslum. Það greiðist þannig að gjalddagi 1. ársþriðjungs er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar, gjalddagi 2. ársþriðjungs er 1. maí og eindagi 15. maí og gjalddagi 3. ársþriðjungs er 1. september og eindagi 15. september.
Hefji eftirlitsskyldur aðili starfsemi eftir að álagning fer fram skv. 1. mgr. skal leggja á hann eftirlitsgjald samkvæmt viðeigandi tölulið 5. gr., sbr. og 3. mgr. 4. gr., og miðast álagningin við næsta gjalddaga eftir útgáfu starfsleyfis. Skal fjárhæð gjaldsins taka mið af því hversu langur tími er eftir af rekstrarárinu, talið frá næsta gjalddaga. Greiðist gjaldið þá á þeim gjalddögum sem eftir eru. Séu allir gjalddagar liðnir skal ekki leggja á eftirlitsgjald vegna yfirstandandi rekstrarárs. Hætti eftirlitsskyldur aðili starfsemi áður en eftirlitsgjald er að fullu greitt fellur niður sá hluti gjaldsins sem ekki er kominn í gjalddaga þegar starfsleyfi fellur úr gildi.
Sé eftirlitsgjald greitt eftir eindaga hverrar greiðslu reiknast dráttarvextir á greiðsluna frá gjalddaga í samræmi við vaxtalög.
Vanræki eftirlitsskyldur aðili greiðslu eftirlitsgjalds er þeim ráðherra sem veitir starfsleyfi til viðkomandi starfsemi heimilt að afturkalla starfsleyfið, enda geri Fjármálaeftirlitið tillögu um það og liðnir séu sex mánuðir frá fyrsta gjalddaga í vanskilum.
Heimilt er Fjármálaeftirlitinu að ákvarða álagningu eftirlitsgjalds að nýju gagnvart tilteknum eftirlitsskyldum aðilum reynist álagningarstofn eða aðrar forsendur fyrri álagningar ekki réttar.
7. gr.
Gjaldskrá fyrir eftirlit samkvæmt þessari grein skal samþykkt af stjórn Fjármálaeftirlitsins og birt í Stjórnartíðindum.
8. gr.
Kærufrestur skal vera 30 dagar. Kæra skal vera skrifleg.
Um málsmeðferð og úrskurði kærunefndar fer að öðru leyti samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og reglugerð settri samkvæmt þeim lögum.
9. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt breytist ákvæði 16. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og orðast svo:
Eftirlitsskyldir aðilar skulu standa straum af kostnaði við rekstur Fjármálaeftirlitsins. Um greiðslu kostnaðar fer samkvæmt lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
- Á sérhvern aðila sem fellur undir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga þessara er lagt 0,019425% af eignum samtals eins og þær voru tilgreindar í ársreikningi fyrir árið 1997, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
- Á sérhvern aðila sem fellur undir ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga þessara er lagt 0,3135% af bókfærðum frumtryggingaiðgjöldum og 0,038% af bókfærðum endurtryggingaiðgjöldum eins og iðgjöld þessi voru tilgreind í ársreikningi fyrir árið 1997, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr. Vegna söfnunarlíftrygginga greiðist þó eftirlitsgjald sem nemur 0,00931% af nettómismun iðgjaldaskuldar að frádregnum hluta endurtryggjenda í iðgjaldaskuldinni.
- Á sérhvern aðila sem fellur undir ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga þessara er lagt 0,05035% af því iðgjaldamagni sem miðlað var á árinu 1997, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
- Á þá aðila sem falla undir ákvæði 4. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga þessara er álagningu háttað þannig að á sérhvert fyrirtæki í verðbréfaþjónustu er lagt 0,1015% af eignum samtals eins og þær voru tilgreindar í ársreikningi fyrir árið 1997, á verðbréfasjóði er lagt 0,05481% af eignum samtals eins og þær voru tilgreindar í ársreikningi fyrir árið 1997 og á rekstrarfélög verðbréfasjóða er lagt 0,093888% af eignum samtals eins og þær voru tilgreindar í ársreikningi fyrir árið 1997, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr. á sérhvern aðila.
- Á sérhvern aðila sem fellur undir ákvæði 5. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga þessara er lagt 1,85% af rekstrartekjum eins og þær voru tilgreindar í ársreikningi fyrir árið 1997.
- Á sérhvern lífeyrissjóð sem fellur undir ákvæði 6. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga þessara er lagt 0,00931% af hreinni eign til greiðslu lífeyris eins og hún var í árslok 1997. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem 150.000 kr. fastagjald vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna í árslok 1997, 300.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá einum til tíu milljarða króna í árslok 1997 og 600.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir í árslok 1997. Það sem þá er ógreitt af eftirlitsgjaldi skv. 1. málsl. greiðist í hlutfalli við fjölda virkra sjóðfélaga eins og þeir voru í árslok 1997.
- Á sérhvern aðila sem fellur undir ákvæði 7. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga þessara er lagt 1,85% af rekstrartekjum eins og þær voru tilgreindar í ársreikningi fyrir árið 1997, þó eigi lægri fjárhæð en 150.000 kr.
Ráðherra samþykkir rekstraráætlun fyrir árið og auglýsir í Stjórnartíðindum hundraðshluta álagðs eftirlitsgjalds á einstaka flokka eftirlitsskyldra aðila. Eftirlitsgjaldið er innheimt af Fjármálaeftirlitinu og rennur til reksturs þess. Gjaldið greiðist ársfjórðungslega með fjórum jafnháum greiðslum. Gjalddagar eru 20. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október, en eindagar 1. febrúar, 15. apríl, 15. júlí og 15. október.
Sé ársreikningur ekki fyrir hendi þar sem eftirlitsskyldur aðili er nýr á markaði skal miða álagningu við áætlun hans um rekstur fyrir næsta ár. Eftirlitsgjald vegna fyrsta starfsárs nýs eftirlitsskylds aðila skal miðast við áætlun hans um rekstur á því ári.
Samþykkt á Alþingi 21. desember 1999.