Ferill 323. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 573  —  323. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um skýrslu um breytingu á áfengiskaupaaldri.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvers vegna hefur ráðherra ekki framfylgt lögum um að leggja fyrir Alþingi skýrslu um niðurstöðu nefndar sem hafði það verkefni samkvæmt áfengislögum, nr. 75/1998, að kanna hvort æskilegt væri að breyta áfengiskaupaaldri hér á landi?
     2.      Var ekki ástæða til þess að óska eftir atbeina Alþingis til að fá framlengdan þann frest sem Alþingi gaf dómsmálaráðherra til að vinna verkið, þ.e. til október 1998, ef tímaskortur háði?
     3.      Hver er skoðun ráðherra á því þegar framkvæmdarvaldshafar framfylgja ekki lagafyrirmælum?